Lifað í lýðræði - page 178

176
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
8. KAFLI Lög og reglur
Hvers konar reglum þarf þjóðfélag á að halda?
Lög af einhverju tagi eru nauðsynleg ef þjóðfélagið á að vera réttlátt og skilvirkt. Lög taka til allra
aðstæðna og til allra þegna samfélagsins – þó að tiltekna hópa megi finna, svo sem börn, sem sum
lög gilda ekki um fyrr en vissum aldri er náð.
Ein leiðin til að flokka lögin er aðgreiningin í það sem kallast einkaréttur og refsiréttur. Lög sem
falla undir einkarétt eiga að jafna ágreining milli einstaklinga og hópa fólks. Lög sem falla undir
refsirétt taka til hegðunar sem ríkið hefur ákveðið að afstýra verði eða hindra.
Lög geta þó aldrei verið fullkomin. Þau eru mannanna verk og stundum þarf að breyta þeim. Þau
geta orðið úrelt, áhrifalaus eða einfaldlega óréttlát gagnvart vissum hópum í þjóðfélaginu.
Lög er aldrei hægt að skilja frá stjórnmálum því að þau eru sett og þeim breytt innan stjórnmála-
kerfa. Í lýðræðislegu stjórnmálakerfi er mikilvægt að allir þegnarnir geti haft jafn mikið að segja
um þetta. Einnig er mikilvægt að lögin taki jafnt til allra þegnanna og að enginn sé hafinn yfir
lögin. Þessi hugmynd er stundum kölluð réttarríkið.
Loks þurfa lög að uppfylla mannréttindi. Það er mikilvægt ef tryggja á að lög séu réttlát og þau
séu ekki misnotuð sem tæki til kúgunar eða einræðis. Því eru flest lýðræðisleg stjórnkerfi byggð á
skjalfestum stjórnarskrám þar sem settur er rammi um mannréttindi sem gildir ofar lögum lands-
ins. Sum lönd hafa einnig stofnað stjórnlagadómstóla sem skera úr um það hvort lög samræmast
stjórnarskránni eða ekki.
Menntun til lýðræðislegrar borgaravitundar og mannréttindamenntun
Í þessum kennslustundum munu nemendur:
þróa með sér aukinn skilning á hugtakinu lög og mikilvægi þeirra í lýðræðisþjóðfélagi;
átta sig á því að megintilgangur laga er að aðstoða fólk og vernda samfélagið;
þróa með sér aukna virðingu fyrir hugmyndinni um réttarríkið;
fræðast betur um réttarkerfið hér á landi.
1...,168,169,170,171,172,173,174,175,176,177 179,180,181,182,183,184,185,186,187,188,...212
Powered by FlippingBook