Lifað í lýðræði - page 183

181
.......................................................................................................................................................................................................................................................................................
8. kafli – Reglur
2. kennslustund
Við hvaða aldur?
Hvernig eiga lögin að gilda um ungt fólk?
Markmið
Að kanna hvernig lögin gilda um ungt fólk.
Verkefni nemenda
Að finna út við hvaða aldur ungt fólk fær, samkvæmt lögum, rétt til að taka þátt í ýmsum athöfn-
um fullorðinna.
Að íhuga hversu vel gildandi löggjöf landsins er sniðin að ungu fólki.
Gögn
Þrjú stór skilti, merkt „A“, „B“ og „C“, fest hvert á sinn vegg í kennslustofunni.
Eintök af dreifiblaði 8.1 – eitt á hverja tvo nemendur.
Merkipennar og stórt blað fyrir hvern fjögurra til sex manna hóp.
Aðferðir
Tveir og tveir vinna saman, vinna í litlum hópum og hópumræður.
Ábending
Í þessari kennslustund er gert ráð fyrir nokkurri líkamlegri áreynslu. Ef það er ekki talið henta
nemendum má haga aðalæfingunni þannig að þeir sitji áfram við borð sín – greiði til dæmis at-
kvæði með því að rétta upp hönd eða lyfti upp spjaldi „A“, „B“ eða „C“ í stað þess að fara yfir á
mismunandi svæði í skólastofunni.
1...,173,174,175,176,177,178,179,180,181,182 184,185,186,187,188,189,190,191,192,193,...212
Powered by FlippingBook