Lifað í lýðræði - page 180

178
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
1. kennslustund
Góð lög – slæm lög
Hvað einkennir góð lög?
Markmið
Að nemendur átti sig á og skilji hvað þarf til að lög teljist vera góð.
Verkefni nemenda
Að ræða skólareglur og skilgreina hvað einkennir góða skólareglu.
Að ræða lög og skilgreina það sem einkennir góð lög.
Að skoða vandlega löggjöf á tilteknu sviði í landinu, t.d. áfengislöggjöfina.
Að leggja fram og rökstyðja nýja skólareglu eða lög sem nemendur semja sjálfir.
Gögn
Tvö spjöld handa hverjum nemanda – annað merkt með stafnum „A“ (í grænum lit), hitt með stafn-
um „B“ (í rauðum lit).
Dreifiblað – Áfengislöggjöf landsins.
Merkipennar og stórt blað fyrir hvern fjögurra til sex manna hóp.
Flettitafla eða stórt blað fyrir allan bekkinn.
Aðferð
Hópumræður og vinna í litlum hópum.
Ábendingar
Aðferðin sem notuð er í þessari kennslustund kallast „aðleiðslunám“. Það felst í því að kennar-
inn vekur skilning nemenda á óhlutbundnum grunnreglum með því að byggja þær á raunhæfum
dæmum. Kennslustundin hefst á slíkum dæmum – í þessu tilviki dæmum um reglur eða lög – og
nemendur eru hvattir til að leiða af þeim almennar grunnreglur. Hér eru grunnreglurnar viðmiðin
sem hægt er að beita á reglur eða lög til að dæma um það hvort þau eru góð eða ekki. Eru þau
sanngjörn? Eru þau gagnleg? Eru þau í þágu allra? Getur lögreglan séð um að þeim sé framfylgt?
Eru þau vel skiljanleg og auðvelt að fara eftir þeim?
Ef þörf er á sérstöku efni, til dæmis gildandi löggjöf um áfengi í landinu, þarf kennarinn eða nem-
endurnir að útvega það. Sjá áfengislög nr. 75, 1998,
1...,170,171,172,173,174,175,176,177,178,179 181,182,183,184,185,186,187,188,189,190,...212
Powered by FlippingBook