Lifað í lýðræði - page 186

184
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Hugtakanám: þrjár grunnreglur sem varða tilgang refsingar
Í annarri kennslustund var lögð áhersla á einkarétt en í þessari kennslustund er umfjöllunarefnið
hvort refsa eigi ungum brotamönnum eða ekki, og ef það á að gera, hvernig. Grundvallarspurn-
ingin í kenningunni um refsingu er: „hvers vegna að refsa?“ Þessari spurningu hefur verið svar-
að á mismunandi hátt í aldanna rás og með breytingum á fræðilegri og heimspekilegri hugsun.
Þrjár grunnreglur um tilgang refsingar hafa þróast.
1.
Endurgjald
. Refsingin tengist sök og ábyrgð. Afbrotamaður á skilið að vera refsað og
þjóðfélagið lýsir vanþóknun sinni á glæpnum. Af þessu hugtaki má einnig leiða meðal-
hófsreglu sem tryggir að afbrotamaðurinn fái ekki of harða refsingu. Markmiðið er að ná
fram réttlæti.
2.
Varnaðaráhrif
. Refsingin sendir skilaboð til þeirra sem eru líklegir til að verða afbrota-
menn í samfélaginu og aftrar þeim frá afbrotum því að „sársauki“ refsingarinnar vegur
þyngra en ávinningurinn. Markmiðið er að hindra afbrot annarra.
3.
Endurhæfing
. Glæpur er túlkaður sem neyðaróp. Afbrotamaðurinn þarf meðferð frekar en
refsingu og markmiðið er að hjálpa honum að halda sig framvegis frá afbrotum með því
að gera hann virkan í samfélaginu.
Mikill munur er á refsikerfum í heiminum hvað varðar jafnvægið milli þessara þriggja grunn-
reglna, hvort sem um er að ræða fullorðna eða unga brotamenn. Mörg lönd hafa sett endurhæf-
ingu í forgang fram yfir grunnreglurnar um endurgjald og varnaðaráhrif. En ekki hafa öll lönd
færst í þessa átt. Nátengd hugmyndinni um endurhæfingu er sú spurning hvar draga eigi mörkin
milli ungra og fullorðinna brotamanna. Evrópuráðið hefur lagt til að aldursmörkin verði bundin
við átján ára aldur og hefur vísað til Barnasáttmálans því til stuðnings (sjá ítarefni fyrir kennara).
Í þessari kennslustund verða framangreind lykilhugtök sem tengjast refsingu kynnt. Enn einu
sinni verður aðleiðsluaðferðin notuð. Nemendur fjalla um dæmisögu um ungan brotamann og
uppgötva ólíkar grunnreglur sem liggja að baki refsingu, afleiðingarnar og þörfina á jafnvægi
í þessum efnum. Kennarinn getur lýst hugtökunum stuttlega meðan hópumræðurnar fara fram
eða að þeim loknum.
Þessi kennslustund gæti orðið hvati að framhaldsverkefni sem tæki um það bil tvær kennslu-
stundir í viðbót. Nemendur gætu notað hugtökin sem þeir kynnast hér til að lýsa þeirri málamiðlun
varðandi unga brotamenn sem greina má í refsilöggjöf landsins.
1...,176,177,178,179,180,181,182,183,184,185 187,188,189,190,191,192,193,194,195,196,...212
Powered by FlippingBook