Lifað í lýðræði - page 188

186
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Viðbótarupplýsingar
1. Tommi hafði hlotið mjög strangt uppeldi og faðir hans barði hann oft.
Breytir þetta skoðun ykkar á refsingu Tomma? Ef svo er, hvernig? Breytið lagafrumvarpi ykkar
ef með þarf.
2. Tommi var einangraður í bekknum og átti engan að sem hann gat trúað fyrir vandamálum
sínum.
Breytir þetta skoðun ykkar á refsingu Tomma? Ef svo er, hvernig? Breytið lagafrumvarpi ykkar
ef með þarf.
3. Lalli hafði í rauninni stolið farsíma Tomma og það var hann sem átti upptökin að áflogunum
vegna þess að Tommi hafði tilkynnt þjófnaðinn á farsímanum til lögreglunnar.
Breytir þetta skoðun ykkar á refsingu Tomma? Ef svo er, hvernig? Breytið lagafrumvarpi ykkar
ef með þarf.
4. Lalli var foringi gengis sem hafði lagt Tomma í einelti mánuðum saman. Gengið hafði oftar
en einu sinni ráðist á Tomma og barið hann með prikum og járnstöng. Eftir þetta fékk Tommi
martraðir og þorði jafnvel varla í skólann.
Breytir þetta skoðun ykkar á refsingu Tomma? Ef svo er, hvernig? Breytið lagafrumvarpi ykkar
ef með þarf.
5. Faðir Tomma hafði kvalið hann með því að klifa á því að hann væri of linur af sér og að
hann ætti að standa uppi í hárinu á ofbeldisseggjum eins og Lalla.
Breytir þetta skoðun ykkar á refsingu Tomma? Ef svo er, hvernig? Breytið lagafrumvarpi ykkar
ef með þarf.
6. Tommi fékk sér hnífinn eingöngu til að hræða burt ofbeldisseggina. Hann ætlaði sér aldrei
að nota hann. Tuttugu aðrir unglingar stóðu þarna í kring og hvöttu strákana til að slást.
Breytir þetta skoðun ykkar á refsingu Tomma? Ef svo er, hvernig? Breytið lagafrumvarpi ykkar
ef með þarf.
7. Kennari hafði séð Tomma með hnífinn tveimur dögum fyrir átökin en skipti sér ekki af því.
Breytir þetta skoðun ykkar á refsingu Tomma? Ef svo er, hvernig? Breytið lagafrumvarpi ykkar
ef með þarf.
Nemendur tilnefna talsmenn fyrir hópa sína og þeir kynna síðan lagafrumvörpin fyrir bekknum.
Líklegt er að þeir átti sig allir á vandanum sem tengist andstæðum markmiðum refsinga og grund-
vallarréttlæti, svo sem eftirfarandi.
• Hvernig sýnum við að þjóðfélagið líður ekki slíka hegðun?
• Hvernig tryggjum við að skólinn sé staður þar sem ofbeldi er bannað?
• Hversu harðlega verðum við að refsa strák eins og Tomma til að hindra að aðrir, til dæmis
gengi Lalla, noti einnig hnífa?
• Hegðun Tomma er í rauninni neyðaróp og hann valdi sér ekki fjölskylduna sem ól hann upp.
Hvernig getum við aðstoðað Tomma svo að honum líði betur og þurfi ekki að berjast með
hnífum í framtíðinni?
Kennarinn getur dregið umræðurnar saman með því að tengja þessar spurningar grunnreglunum
þremur um endurgjald, varnaðaráhrif og endurhæfingu. Með vísun til Barnasáttmálans getur hann
lagt til að aðaláherslan verði lögð á endurhæfingu.
Ef tíminn leyfir og nemendur sýna áhuga er hægt að halda áfram með þetta vandamál. Ef þeir eru
ekki sammála um meðalveginn milli hinna ólíku grunnreglna um refsingu ætti að halda umræðun-
um áfram. Ef þeir sættast á grunnregluna um endurhæfingu geta þeir kannað hvernig tekið er mið
af meginhugmyndunum þremur um endurgjald, varnaðaráhrif og endurhæfingu í lögum landsins.
1...,178,179,180,181,182,183,184,185,186,187 189,190,191,192,193,194,195,196,197,198,...212
Powered by FlippingBook