Lifað í lýðræði - page 198

196
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
9. kafli Stjórnarfar og stjórnmál
Hvernig á að stjórna þjóðfélaginu?
Stjórnmál eru ferli sem gerir samfélagi fólks með ólíkar skoðanir og hagsmuni kleift að taka sam-
eiginlegar ákvarðanir um skipan mála sem snerta líf allra. Sannfæringarkraftur og samningsvilji
kemur þar við sögu, og einhvers konar kerfi til að komast að lokaniðurstöðu, svo sem atkvæða-
greiðsla. Stjórnmál snúast um völd og yfirráð, og vissa þvingun – þó ekki sé nema til að tryggja að
sameiginlegar ákvarðanir verði bindandi fyrir hópinn í heild.
Af þessum sökum eru stjórnmál skilgreind út frá stofnanakerfi ríkis og tengslunum milli ríkis og
þegna þess. Þessi tengsl eru með ólíku sniði eftir því hverrar tegundar stjórnmálakerfið er, til dæmis
einveldi, lýðræði eða alræðisstjórn.
Í lýðræði njóta þegnarnir pólitísks jafnréttis. Sameiginlegar ákvarðanir eru teknar með einhvers
konar meirihlutakosningu, annaðhvort þegnanna sjálfra eða kjörinna fulltrúa þeirra. En lýðræðisleg
stjórnmál snúast ekki eingöngu um kosningar. Þau snúast líka um umræðu og rökræður og þann
möguleika þegnanna að geta látið í sér heyra um mikilvæg málefni sem snerta almannahag.
Mikilvægt málefni í lýðræði er eðlileg starfsemi stofnana ríkisins og samsvarandi skyldur þegn-
anna. Þá er einnig spurning hversu lýðræðislega einstökum stofnunum í lýðræðisþjóðfélagi (t.d.
skólum) skuli vera stjórnað.
Menntun til lýðræðislegrar borgaravitundar og mannréttindamenntun
Í þessum kennslustundum eiga nemendur að:
• þróa með sér skilning á ólíkum formum stjórnarfars og afleiðingum þeirra fyrir þegnana;
• öðlast aukinn skilning á ábyrgð og hlutverki stjórnvalda og samsvarandi skyldum þegn-
anna;
• auka skilning sinn á lýðræðislegum ferlum;
• kynna sér betur stjórnmálakerfi landsins.
Lesandinn mun taka eftir því að í eftirfarandi kennsluáætlunum eru tillögur um heimaverkefni sem
eiga að styðja nám nemenda og auka skilning. Best væri því að næstu kennslustundir á eftir hæfust
á framlagi nemenda. Þetta tekur tíma og vekur oft spurningar hjá bekknum, sem kalla á endur-
tekningu eða útskýringu, eða kveikir umræður. Kennarinn verður að ákveða hvort tímaáætlunin
leyfir viðbótarkennslustund til að mæta áhuga nemenda. Auðvitað eru takmörk fyrir því hversu
miklu er hægt að bæta við kafla svo að nauðsynlegt er að hafa aðra valkosti. Ef tími er naumur
gæti kennarinn tekið við nokkrum skriflegum verkefnum eða þeim öllum og sagt álit sitt. Einnig
gæti hann gert skriflegar athugasemdir við verkefnin. Skil verkefna gætu líka verið valfrjáls. Loks
geta heimaverkefni þjónað sem upprifjun eða undirbúningur fyrir próf. Kennarinn ætti að hafa það
fyrir reglu að íhuga ætíð tilganginn með heimavinnu nemenda og ákveða fyrir fram hvort henni
skuli fléttað inn í námsáætlunina og þá hvernig.
Fjallað er um dæmi um áætlanagerð í þessa veru í lýsingunni á fjórðu kennslustund.
1...,188,189,190,191,192,193,194,195,196,197 199,200,201,202,203,204,205,206,207,208,...212
Powered by FlippingBook