Lifað í lýðræði - page 205

203
.............................................................................................................................................................................................................................................................................
9. kafli – Stjórnarfar
Kennslustundin
Kennarinn hefur kennslustundina á því að skipta bekknum í fjögurra til sex manna hópa og lætur
hvern hóp hafa bunka af umræðuspjöldum (dreifiblað 9.2). Á hverju spjaldi er tilgreind ein borg-
araleg skylda.
Kennarinn biður hópana að raða spjöldunum í þrjá flokka – eftir því hvort þeir telja að skyldan sem
tilgreind er á spjaldinu eigi við um:
• ALLA þegna;
• SUMA þegna; eða
• ENGA þegna.
Kennarinn biður nemendur að kynna niðurstöður sínar fyrir bekknum og útskýra hugsunina sem
liggur þar að baki.
Nemendur snúa aftur í hópa sína og fá stór pappírsblöð og merkipenna. Kennarinn segir nemend-
um að nú eigi þeir að gera drög að „borgaralegum sáttmála“. Þeir skuli skipta blaðinu í tvo dálka.
Í fyrri dálkinn eiga þeir að skrifa það sem þeir telja að allir þegnar landsins eigi rétt á af landsins
hálfu (undir fyrirsögnina „RÉTTINDI“), og í síðari dálkinn það sem ætlast skuli til að þegnarnir geri
í staðinn (undir fyrirsögnina „SKYLDUR“).
Þegar hóparnir hafa lokið þessu eiga þeir að kynna hugmyndir sínar fyrir bekknum og gefa öllum
tækifæri til að bera fram spurningar um verkefnið.
Í lokin ætti kennarinn að spyrja bekkinn allan:
• Teljið þið að þegnar landsins sinni alltaf borgaralegum skyldum sínum eins og þeir eiga að
gera? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?
• Hvað teljið þið að hægt sé að gera til að hvetja þá til að axla ábyrgð sína sem samfélags-
þegnar af meiri alvöru?
• Finnst ykkur að fólk ætti að missa einhver réttindi sín ef það sinnir ekki almennilega borg-
aralegum skyldum sínum? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?
Heimaverkefni nemenda getur falist í því að gera könnun meðal fjölskyldu og vina og spyrja
hverjar þeir telji að skyldur þegnanna skuli vera. Þeir kynna síðan niðurstöðurnar fyrir bekknum
í upphafi næstu kennslustundar.
1...,195,196,197,198,199,200,201,202,203,204 206,207,208,209,210,211,212
Powered by FlippingBook