Lifað í lýðræði - page 195

193
.......................................................................................................................................................................................................................................................................................
8. kafli – Reglur
8.2 Ítarefni fyrir kennara
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna
Samþykktur af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989
„37. grein
Aðildarríki skulu gæta þess að:
a) Ekkert barn sé látið sæta pyndingum eða annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi
meðferð eða refsingu. Ekki skal ákveða dauðarefsingu eða lífstíðarfangelsi án möguleika á
lausn fyrir afbrot sem yngri menn en 18 ára hafa framið.
b) Ekkert barn sé ólöglega eða gerræðislega svipt frjálsræði sínu. Handtaka, varðhald og fangels-
un barns skal eiga sér stað samkvæmt lögum, og skal slíku aðeins beitt sem síðasta úrræði og
í skemmsta tíma sem við getur átt.
c) Farið sé mannúðlega með hvert það barn sem svipt er frjálsræði sínu og af virðingu fyrir
meðfæddri göfgi manna og með þeim hætti að tekið sé tillit til þarfa einstaklings á þeim aldri
sem um ræðir. Einkum skal halda hverju því barni sem svipt er frjálsræði sínu aðskildu frá
fullorðnum, nema ef talið er að því sé fyrir bestu að gera það ekki, og á barn rétt á að halda
tengslum við fjölskyldu sína með bréfaskriftum og heimsóknum, nema sérstaklega standi á.
d) Hvert það barn sem svipt er frjálsræði eigi rétt á skjótri lögfræðilegri aðstoð og annarri viðeig-
andi aðstoð, svo og rétt til að vefengja lögmæti frjálsræðissviptingar sinnar fyrir dómstól eða
öðru þar til bæru óháðu og óhlutdrægu stjórnvaldi, og til að fá skjótan úrskurð þar um.“
„40. grein
(…) 3. Aðildarríki skulu hvetja til þess að settar séu lagareglur, og reglur um málsmeðferð, skipuð
stjórnvöld og settar á fót stofnanir sérstaklega fyrir börn sem eru grunuð, ásökuð eða fundin
sek um refsilagabrot, og einkum:
a) Ákveða þann lágmarksaldur, sem börn verða að hafa náð til þess að vera talin sakhæf.
b) Gera, þegar það á við og þykir henta, ráðstafanir til að fara með mál slíkra barna án þess að
leita til dómstóla, enda sé mannréttinda og lögverndar gætt að fullu.
4. Séð skal til þess að grípa megi til ýmiss konar ráðstafana, svo sem umsjónar, leiðsagnar, eft-
irlits, ráðgjafar, skilorðs, fósturs, fræðslu- og starfsnámsáætlana og annarra valkosta í stað
vistunar á stofnunum, til að tryggja að með börn sé farið á þann hátt sem velferð þeirra hæfir
og samræmist bæði aðstæðum þeirra og brotinu.“
Heimild: Rolf Gollob/Peter Krapf:
Exploring children’s rights. Lesson sequences for primary schools
.
EDC/HRE, Vol. V, Strasbourg 2007, bls. 77 og áfram.
Annað lesefni: Cyndi Banks,
Criminal justice ethics
, Thousand Oaks, 2004. PDF-útgáfu af 5. kafla,
The Purpose of Criminal Punishment, má fá á
.
1...,185,186,187,188,189,190,191,192,193,194 196,197,198,199,200,201,202,203,204,205,...212
Powered by FlippingBook