Lifað í lýðræði - page 187

185
.......................................................................................................................................................................................................................................................................................
8. kafli – Reglur
Kennslustundin
Kennarinn byrjar á því að skipta bekknum í fjögurra til sex manna hópa. Hann útskýrir fyrir nem-
endum að það sé grunnregla réttarríkisins að dómarar skuli vera bundnir af lögum við ákvörðun
um refsingu þess sem brotið hefur af sér. Í þessari kennslustund eiga nemendur að íhuga eðli og
tilgang slíkra laga með tilliti til ungra brotamanna. Þeir fá að heyra sögu um afbrot og hver hópur
á að ímynda sér að hann sé hópur þingmanna og þurfi að koma sér saman um lög sem ákveða
refsingu afbrotamannsins.
Kennarinn segir nemendum söguna í aðalatriðum og gefur hópunum færi á að ákveða það sem þeir
telja hæfilega refsingu fyrir Tomma. Hóparnir kynna hugmyndir sínar fyrir bekknum.
Þá gefur kennarinn hópunum dálitlar upplýsingar í viðbót. Í hvert skipti sem þeir fá nýjar upplýs-
ingar gefst þeim tækifæri til að breyta refsingunni sem þeir höfðu upphaflega hugsað sér.
Í lok verkefnisins biður kennarinn hvern hóp að kynna hugmyndir sínar fyrir bekknum:
• Hvaða refsingu finnst ykkur að Y ætti að fá? Hvers vegna?
• Fengu einhverjar viðbótarupplýsingar ykkur til að hætta við upphaflegu ákvörðunina? Ef
svo er, hvernig?
Kennarinn kallar síðan nemendur saman í umræður og spyr:
• Við hvaða þætti eiga lög að miðast þegar þau ákveða refsingu manns sem hefur gerst sekur
um ofbeldi?
• Finnst ykkur að lögin eigi að taka öðruvísi á ungmennum en fullorðnum? Hvers vegna eða
hvers vegna ekki?
Sem lokaæfingu eða heimaverkefni biður kennarinn nemendur að íhuga mál sem þeir hafa heyrt
um – í sjónvarpi, dagblöðum eða í næsta nágrenni þeirra – þar sem ungmenni sem brotið hefur lög
hefur hlotið refsingu sem þeim þykir annaðhvort:
a) of hörð; eða
b) of væg.
Nemendur eiga að skrifa stutta ritgerð um dæmið sem þeir hafa valið og kynna fyrir bekknum í
næstu kennslustund og lýsa stuttlega þeim þáttum sem réðu afstöðu þeirra. Sem dæmi má taka
bílslys þar sem ökumaður var undir áhrifum áfengis.
Þú setur lögin
„Lalli og Tommi voru 15 ára og gengu í sama skóla. Þeir höfðu þekkst í mörg ár en aldrei komið
sérlega vel saman.
Dag nokkurn týndist farsími Tomma og hann sakaði Lalla um að hafa stolið honum. Lalli sagðist
ekki hafa stolið honum og hélt því fram að Tommi væri öfundsjúkur af því að hann ætti marga vini
en Tommi ætti enga.
Eftir skóla þennan dag lentu þeir í áflogum. Tommi beitti hníf þó að Lalli væri óvopnaður. Í átök-
unum skar Tommi Lalla svo illa í andliti að hann fékk ör sem aldrei átti eftir að hverfa.“
Verkefni
Hvað finnst ykkur að væri hæfileg refsing fyrir Tomma? Ræðið þessa spurningu í hópnum ykkar
og skrifið síðan hjá ykkur hvaða refsingu lögin ættu að kveða á um fyrir ofbeldi á borð við þetta.
1...,177,178,179,180,181,182,183,184,185,186 188,189,190,191,192,193,194,195,196,197,...212
Powered by FlippingBook