Lifað í lýðræði - page 194

192
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Athyglisvert „samkomulagsferli“ hefur verið tekið upp í Slóveníu. Þar er hægt að vísa máli ung-
mennis, sem hefur verið ákært, til sáttasemjara ef saksóknari, brotaþoli og hinn ákærði fallast á
það. Sáttasemjarinn reynir síðan að komast að samkomulagi sem bæði brotaþolinn og hinn ákærði
geta sætt sig við og þannig má komast hjá réttarhaldi.
Eitt atriði skal ítrekað enn frekar: mikilvægi þess að fljótt sé brugðist við brotinu. Tafir á málsmeð-
ferðinni – sem [eru] vandamál í mörgum Evrópulöndum núna – eru einkum óheppilegar þegar í
hlut eiga ungir brotamenn sem oft ber að líta svo á að séu með gjörðum sínum að kalla á tafarlausa
hjálp. (…)
Thomas Hammarberg, mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins, brot úr „The human rights dimension
of juvenile justice“, erindi flutt á Ráðstefnu saksóknara í Evrópu í Moskvu, 5.−6. júlí 2006.
Slóð:
/
1...,184,185,186,187,188,189,190,191,192,193 195,196,197,198,199,200,201,202,203,204,...212
Powered by FlippingBook