Lifað í lýðræði - page 189

187
.......................................................................................................................................................................................................................................................................................
8. kafli – Reglur
4. kennslustund
Sönnunarreglur
Hvaða sannanir eiga að gilda fyrir rétti?
Markmið
Að nemendur átti sig á sönnunarreglunum sem gilda fyrir dómi.
Verkefni nemenda
Að hugleiða hvers konar sönnunargögn ættu að gilda fyrir dómi og hvers konar sönnunargögn
væri rangt að nota.
Gögn
Umræðuspjöld (dreifiblað 8.2) fyrir hvern fjögurra til sex manna hóp.
Aðferðir
Vinna í litlum hópum og umræður í bekknum.
Ábending
Eitt grundvallaratriðið í öllum réttarvörslukerfum er bálkur reglna sem kveða á um hvers konar
sönnunargögn eigi eða eigi ekki að nota fyrir dómi ef málsmeðferð á að vera réttlát. Er til dæmis
réttmætt að nota sönnunargögn sem byggjast á „orðrómi“ (það er frásögn af einhverju sem vitni
getur ekki vottað um af eigin raun, heldur hefur eftir öðrum), vitnisburð sem fenginn er með
pyntingum eða hótunum um ofbeldi eða vitnisburð sem fæst með „leiðandi spurningum“, það er
spurningum sem leggja vitninu orð í munn?
1...,179,180,181,182,183,184,185,186,187,188 190,191,192,193,194,195,196,197,198,199,...212
Powered by FlippingBook