Lifað í lýðræði - page 190

188
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Kennarinn byrjar kennslustundina á því að kynna eftirfarandi ákvæði Mannréttindasáttmála
Evrópu (1950), bæði munnlega og skriflega á töflu eða á flettitöflu:
„Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð
að lögum.“
Mannréttindasáttmáli Evrópu (1950), 6. grein, 2. málsgrein.
Kennarinn biður nemendur að útskýra þetta ákvæði. Hann getur bætt við reglunni um að ætíð
skuli gengið út frá sakleysi sakbornings. Nemendur þurfa að átta sig á mikilvægi þessarar grunn-
reglu fyrir réttláta málsmeðferð og læra það að sá sem er ákærður verður aðeins dæmdur ef nægar
sannanir hafa komið fram til að sanna sekt hans. Í þessari kennslustund skoða nemendur reglur um
sönnunargögn fyrir dómi.
Nemendur skipta sér í fjögurra til sex manna hópa.
Kennarinn segir síðan hópunum frá réttarhaldi sem er í gangi. Það snýst um unga konu sem heitir
Margrét og er sökuð um að hafa stolið bíl í eigu manns sem heitir Kári. Bíllinn hvarf fyrir utan
hús Kára seint að kvöldi og fannst morguninn eftir þar sem skilið hafði verið við hann fyrir utan
bæinn. Hellt hafði verið yfir hann bensíni og kveikt í. Lögreglan handtók Margéti seinna í vikunni
og ákærði hana fyrir þjófnað og eignaspjöll.
Kennarinn lætur síðan hvern hóp hafa bunka af umræðuspjöldum. Á hverju spjaldi er sönnun sem
ákæruvaldið notar fyrir dóminum til að sanna að Margrét sé sek.
Kennarinn biður hópana að:
• raða sannanaspjöldunum í röð – frá hinni sterkustu til hinnar veikustu;
• ákveða hvort útiloka eigi einhverja sönnunina algerlega af því að hún sé annaðhvort málinu
óviðkomandi eða óréttmæt.
Hóparnir kynna hugmyndir sínar fyrir bekknum og reyna að koma sér saman um þær sannanir sem
ætti að viðurkenna og þær sem ætti að útiloka alveg.
Kennarinn biður nemendur að snúa aftur í hópa sína og íhuga eftirfarandi:
• Hvaða spurninga viljið þið að rétturinn spyrji þessi vitni eða Margréti núna? Hvers vegna?
• Eru einhverjar spurningar þess eðlis að óréttmætt væri að rétturinn bæri þær upp? Ef svo er,
hvaða spurningar eru það og hvers vegna?
Hóparnir kynna hugmyndir sínar og bekkurinn reynir í sameiningu að setja saman lista yfir sann-
anir og spurningar sem hann telur að væri rangt að nota fyrir dómi.
Ef tíminn leyfir mætti gera verkefni í framhaldi af þessari kennslustund. Nemendum er þá fengið
það heimaverkefni að kanna sönnunarreglur sem gilda fyrir dómi í landinu og kynna niðurstöð-
urnar fyrir bekknum í næstu kennslustund.
1...,180,181,182,183,184,185,186,187,188,189 191,192,193,194,195,196,197,198,199,200,...212
Powered by FlippingBook