Lifað í lýðræði - page 200

198
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
1. kennslustund
Hver stjórnar?
Hver er besta leiðin til að stjórna landi?
Markmið
Að nemendur læri um ólík form stjórnarfars, t.d. lýðræði og einræði.
Verkefni nemenda
Nemendur velta fyrir sér réttlæti stjórnkerfis sem er við lýði í ímynduðu þjóðfélagi.
Gögn
Eintak af dreifiblaði 9.1. fyrir hvern nemanda, pappír og pennar.
Aðferðir
Saga, tveir og tveir vinna saman, hópumræður, formlegar umræður.
Hugtakanám
Stjórnarfar er hægt að flokka á mismunandi hátt, til dæmis eftir því hver fer með völd, hvernig
fólki eru veitt völd, hvar fullveldi liggur og hvernig lögum er framfylgt. Í reynd eru aðalflokk-
arnir: lýðræði, einveldi, klerkaveldi og harðstjórn eða einræði. Líta ætti á þetta sem „dæmigerða
flokka“ því að í reynd geta þeir farið saman í einu landi – til dæmis má stundum greina ýmsa
þætti einræðis í þingræðislegu lýðræði og slíkt lýðræði getur farið saman við völd konungsættar.
1...,190,191,192,193,194,195,196,197,198,199 201,202,203,204,205,206,207,208,209,210,...212
Powered by FlippingBook