Lifað í lýðræði - page 208

206
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Dreifiblað 9.1
Konungsríkið Sikkal
Sikkal er land hátt uppi í fjöllum. Öldum saman hefur það átt lítil samskipti við umheiminn.
Sikkal er ósköp lítið konungsríki en samt hefur það vakið mikla athygli að undanförnu. Aðallega
er það vegna þess hversu óvenjulegt þjóðfélagsskipulagið er þar.
Í fyrsta lagi verður aldrei neinn svangur í Sikkal. Sikkalar framleiða öll sín matvæli sjálfir og
þeim er útdeilt til allra sem á þurfa að halda. Allar fjölskyldur fá ókeypis húsnæði. Stærð þess fer
eftir stærð fjölskyldunnar. Eldsneyti til húshitunar og eldunar er ókeypis fyrir alla, svo og reglu-
leg viðhaldsþjónusta. Verði einhver veikur er læknir alltaf til taks. Allir fá ókeypis læknisskoðun
tvisvar á ári og heilbrigðisstarfsfólk heimsækir gamalt fólk reglulega, svo og fjölskyldur með ung
börn og aðra þá sem þurfa sérstaka umhyggju.
Í Sikkal eru lífsgæðin öllum tiltæk. Hver fjölskylda fær árlega hefti með úttektarmiðum sem hægt
er að sem hægt er að skipta fyrir ýmsa munaðarvöru, svo sem ilmvatn, húsgögn eða krydd. Hægt
er að kaupa fyrir miðana strax eða safna þeim yfir lengra tímabil til að kaupa stærri hluti.
Hvernig hefur Sikkölum tekist að koma þessu svona fyrir? Svo lengi sem elstu menn muna hefur
Sikkal verið stjórnað af konungsfjölskyldu. Sá sem nú er við völd er Sik konungur III. Hann ákveð-
ur hversu marga starfsmenn þarf í hverja atvinnugrein, svo sem matvælaframleiðslu, húsbyggingar
eða heilbrigðisþjónustu. Fólkið sem á að sinna þessum störfum er valið við fimm ára aldur og sent
í sérstaka skóla til þjálfunar. Bændur fara í landbúnaðarskóla, húsbyggjendur í tækniskóla, heil-
brigðisstarfsmenn í sérstaka skóla o.s.frv. Allir aðrir á vinnualdri starfa hjá Sik konungi í einhverri
af höllum hans.
Það sem er frábærast við Sikkal er að þar er ekkert sem líkist peningum. Enginn þarf að fá neitt
greitt því að allir hafa það sem þeir þurfa!
Þú veltir því kannski fyrir þér hvort nokkur maður í Sikkal kvarti nokkurn tíma yfir þessu fyr-
irkomulagi. Í rauninni gerist það afar sjaldan. Þeir fáu sem það gera eru undir öruggri umsjá á
geðsjúkrahúsum. Því að hver sá sem kvartar yfir þjóðfélagi sem þessu hlýtur að vera geðveikur, er
það ekki?
1...,198,199,200,201,202,203,204,205,206,207 209,210,211,212
Powered by FlippingBook