Lifað í lýðræði - page 201

199
.............................................................................................................................................................................................................................................................................
9. kafli – Stjórnarfar
Kennslustundin
Kennarinn byrjar á því að lesa söguna „Konungdæmið Sikkal“ (dreifiblað 9.1). Nemendur ættu að
vera hver með sitt eintak af sögunni svo að þeir geti fylgst með lestrinum.
Kennarinn ætti að gera hlé á lestrinum þegar hann hefur lesið lítinn hluta sögunnar og spyrja:
• Hvað finnst ykkur um lífið í Sikkal miðað við það sem þið hafið fengið að heyra?
Í lok sögunnar ætti kennarinn að spyrja:
• Hvað finnst ykkur núna um lífið í Sikkal?
Kennarinn lætur nemendur vinna tvo og tvo saman og biður þá að velta fyrir sér gæðum lífsins í
Sikkal. Nemendur fá blað þar sem þeir eiga að skrifa það sem þeir telja kosti og ókosti við að eiga
heima þar.
Hann biður pörin að kynna hugmyndir sínar fyrir bekknum og skrifar upp helstu atriðin svo að
allir geti skoðað þau.
Síðan biður kennarinn bekkinn að velta fyrir sér hvernig Sikkal er stjórnað:
• Haldið þið að Sikkal sé stjórnað á réttlátan hátt? Hvers vegna eða hvers vegna ekki?
• Ef þið haldið að hægt væri að stjórna landinu á réttlátari hátt, hverju þyrfti að breyta til að
svo mætti verða?
Síðan biður kennarinn nemendur að ímynda sér að þeir eigi heima í Sikkal. Bekknum er skipt í tvo
stóra umræðuhópa: annar hópurinn er beðinn að mæla með því að landinu verði áfram stjórnað
af konunginum; hinn á að færa rök fyrir því að allir íbúar – ekki bara konungurinn – skuli hafa
eitthvað að segja um stjórn landsins. Kennarinn gefur hópunum nokkrar mínútur til að hugsa upp
og skrifa hjá sér rök sem þeir geta notað í umræðunni. Hóparnir tveir sitja andspænis hvor öðrum,
hvor sínum megin í skólastofunni, og umræðurnar hefjast. Hóparnir skiptast á að lýsa skoðunum
sínum – ef til vill með hjálp „hljóðstafs“, þ.e. priks sem er notað eins og hljóðnemi.
Kennarinn spyr nemendur hvor hópurinn þeim þyki hafa fært betri rök fyrir máli sínu.
Nemendur eru nú tilbúnir fyrir stutta útskýringu (aðleiðsluaðferðin). Kennarinn skrifar upp heiti á
fimm flokkum stjórnarfars og útskýrir í hverju munurinn liggur, með vísunum til umræðna nem-
enda þar sem það á við:
• Einveldi.
• Lýðræði.
• Einræði.
• Klerkaveldi.
• Stjórnleysi.
Kennslustundin endar á því að nemendur eru spurðir um stjórnkerfið hér á landi. Þeir eru beðnir að
vinna heimaverkefni sem felst í að afla sér frekari upplýsinga um þetta og setja upp spurningaleik
– fimm til tíu spurningar – til að kanna þekkingu annarra í bekknum í næstu kennslustund.
1...,191,192,193,194,195,196,197,198,199,200 202,203,204,205,206,207,208,209,210,211,...212
Powered by FlippingBook