Lifað í lýðræði - page 203

201
.............................................................................................................................................................................................................................................................................
9. kafli – Stjórnarfar
Kennslustundin
Kennarinn hefur kennslustundina á því að skipta bekknum í fjögurra til sex manna hópa og lætur
hvern hóp fá merkipenna og stórt blað.
Hann biður hópana að ímynda sér að þeir séu staddir einhvers staðar í framtíðinni og þeim hafi
verið fengið það verkefni að stýra landinu – með öðrum orðum, þeir eru ríkisstjórnin. Sem ríkis-
stjórn hafa þeir 150 milljarða íslenskra króna úr að spila. Kennarinn getur lagað þessa tölu að
fjárlögum ríkisins.
Verkefni hópanna er að ákveða hvernig þeir skuli verja þessu fé á næsta ári. Hver hópur notar
blaðið sitt og merkipennana til að útbúa veggspjald sem sýnir hvernig hann, sem ríkisstjórn, ætlar
að verja fénu og kynnir síðan hugmyndir sínar fyrir bekknum. Í lok hverrar kynningar fá hinir
nemendurnir tækifæri til að spyrja hópinn út í fjárlagagerðina.
Kennarinn leggur einnig spurningar fyrir hópana, bæði til að koma á framfæri nýjum upplýsingum
um efnahagslífið og um hlutverk og áhrif ríkisstjórna, dæmi:
• Hafið þið hugsað ykkur að nota eitthvað af peningunum til að borga erlendar skuldir?
• Ættuð þið að nota eitthvað af þessum peningum til að skapa störf?
• Hversu mikilvægt er að ríkisstjórn verji fé til menntunar?
Síðan búa kennarinn og bekkurinn til lista í sameiningu, sem allir geta séð, yfir allt sem nemendur
telja að ríkisstjórn ætti að eyða fjármunum í.
Þessu næst biður kennarinn nemendur að snúa aftur í hópa sína og afhendir hverjum hóp lista yfir
þau þjóðfélagslegu markmið sem ríkisstjórn í lýðræðisþjóðfélagi gæti reynt að stefna að, dæmi:
• velferð;
• öryggi;
• réttlæti;
• félagsleg sátt;
• mannréttindi;
• velmegun.
Hóparnir verða að reyna að finna samsvörun milli markmiðanna á listanum og útgjaldaliðanna sem
þeir hafa þegar sett fram með því að íhuga hvaða markmiðum verði náð með hverjum útgjaldalið.
Kennarinn biður hópana að kynna hugmyndir sínar fyrir bekknum og lýkur tímanum á því að
spyrja alla nemendur, hvern á eftir öðrum:
• Hver finnst þér vera mikilvægasta skyldan sem ætlast er til að ríkisstjórn sinni?
Heimaverkefni nemenda er að finna nokkur dæmi um ráðstöfun á opinberu fé í landinu. Þetta gætu
þeir gert með því að horfa á sjónvarp eða líta í dagblað. Nemendur kynna niðurstöður sínar í byrjun
næstu kennslustundar og velta fyrir sér hvort þeirra eigin forgangsröð yrði sú sama og stjórnvalda.
1...,193,194,195,196,197,198,199,200,201,202 204,205,206,207,208,209,210,211,212
Powered by FlippingBook