Lifað í lýðræði - page 193

191
.......................................................................................................................................................................................................................................................................................
8. kafli – Reglur
8.1 Ítarefni fyrir kennara
Aðlögun, ekki refsidómar
Thomas Hammarberg, mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins
Í flestum Evrópulöndum eru ungmenni í minnihluta í heildartölum yfir afbrot. Þá helst tíðni af-
brota meðal ungmenna nokkurn veginn stöðug frá ári til árs í okkar heimsálfu.
Þetta merkir ekki að vandamálið sé óverulegt. Í mörgum löndum hafa menn áhyggjur af því að
afbrot ungmenna gerist stöðugt ofbeldisfyllri og að öðru leyti alvarlegri en áður. Þetta er í sjálfu
sér viðvörunarmerki. (…)
Tvær stefnur eru sem stendur ríkjandi í þessum málum í Evrópu. Önnur felst í því að lækka sak-
hæfisaldur og loka inni fleiri börn, yngri að árum. Hin stefnan – í anda Barnasáttmála Sameinuðu
þjóðanna – er að forðast refsidóma og leita fjölskylduúrræða eða annarra félagslegra úrræða í stað
fangavistar.
Ég ætla að mæla með síðarnefndu stefnunni. Þar hef ég ekki einungis stuðning af Barnasáttmála
Sameinuðu þjóðanna, heldur einnig Evrópusambandi umboðsmanna barna. Í ályktun árið 2003
lögðu hvorki fleiri né færri en 21 umboðsmaður í jafnmörgum löndum áherslu á það að börn sem
brjóta gegn lögum eru umfram allt börn sem þrátt fyrir allt eiga að njóta mannréttinda.
Þeir lögðu til að sakhæfisaldur yrði ekki lækkaður heldur hækkaður – og næði að endingu 18 árum
– og að reynd yrðu ný og róttæk kerfi til að koma til móts við unga brotamenn, þar sem öll áhersla
yrði lögð á menntun þeirra, enduraðlögun og endurhæfingu.
Barnasáttmálinn – fullgiltur af öllum Evrópuríkjum – hvetur stjórnvöld til að ákveða þann lág-
marksaldur sem börn verða að hafa náð til þess að vera talin sakhæf samkvæmt refsilögum. Samn-
ingurinn tilgreinir þennan aldur ekki nákvæmlega. Nefndin sem hefur eftirlit með framkvæmd sátt-
málans hefur þó lýst áhyggjum sínum af lágum aldri í mörgum löndum. Í flestum Evrópulöndum
teljast börn sakhæf á aldrinum 12 til 15 ára eða 16 ára, en einnig eru dæmi um svo lág aldursmörk
sem sjö, átta og 10 ára.
Þó að Barnasáttmálinn boði að börn skuli ekki hljóta refsidóma merkir það ekki að fara skuli með
unga brotamenn eins og þeir beri enga ábyrgð. Þvert á móti er mikilvægt að ungir brotamenn séu
látnir sæta ábyrgð á gjörðum sínum og taka til dæmis þátt í að bæta skaða sem þeir hafa valdið.
Spurningin er hvers konar kerfi eigi að koma í stað hins almenna réttarvörslukerfis í slíkum tilvik-
um. Í ferlinu þarf að felast viðurkenning á skaða brotaþola og koma þarf unga brotamanninum í
skilning um að verknaðurinn var ólíðandi. Slíkt sérkerfi fyrir ungmenni þarf að hafa að markmiði
viðurkenningu sektar og viðurlög sem felast í endurhæfingu.
Það er í viðurlögunum sem við greinum muninn á þessu kerfi og venjulegri refsimeðferð. Í saka-
málum ungmenna á ekki að stefna að endurgjaldi. Ætlunin er að vekja ábyrgðartilfinningu og
stuðla jafnframt að endurhæfingu. Hinn ungi brotamaður á að láta sér þetta að kenningu verða og
láta af háttsemi sinni.
Í reynd er þetta ekki auðvelt. Það krefst nýstárlegra og skilvirkra viðurlaga af samfélagsins hálfu.
Grunnreglan ætti að vera sú að foreldrar brotamannsins eða annar löglegur forráðamaður eigi hlut
að máli, nema það teljist stríða gegn endurhæfingu barnsins. Hvert sem ferlið er verður að vera
mögulegt fyrir barnið að neita sök og jafnvel að áfrýja.
1...,183,184,185,186,187,188,189,190,191,192 194,195,196,197,198,199,200,201,202,203,...212
Powered by FlippingBook