Lifað í lýðræði - page 184

182
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Kennarinn byrjar kennslustundina á því að spyrja nemendur hvort þeim finnist það sanngjarnt að
lög skyldi ungt fólk til að ganga í skóla en engin slík lög gildi um fullorðna.
• Finnst ykkur sanngjarnt að hafa lög sem neyða ungt fólk til að ganga í skóla? Hvers vegna
eða hvers vegna ekki?
Kennarinn skiptir síðan nemendum í pör og lætur þá fá spurningalista (dreifiblað 8.1) til að fylla út.
Spurningalistinn snýst um þann aldur þegar ungt fólk fær, samkvæmt landslögum, rétt til að taka
þátt í ýmsum athöfnum fullorðinna.
Kennarinn biður nokkur pör að bjóða sig fram og lesa upp eitt af svörum sínum. Eftir hvert svar
staldrar kennarinn við og leiðréttir svar nemenda ef þörf krefur. Nemendur skrifa síðan rétta svarið
á spurningalistana.
Við hvert svar ætti kennarinn að spyrja:
• Hvað haldið þið? Er þessi aldur:
a) of lágur?
b) of hár?
c) hér um bil réttur?
Kennarinn gefur pörunum mínútu til að hugsa sig um og ákveða sig, og biður þau síðan að færa
sig yfir á mismunandi svæði í stofunni eftir svari. (Hann hefur þegar sett upp stór skilti, merkt „A“,
„B“ og „C“, til að sýna nemendum hvar þeir eigi að standa.)
Kennarinn biður síðan pör sem valin eru af handahófi að útskýra ályktanir sínar fyrir bekknum og
rökstyðja skoðanir sínar. Hann gefur öðrum nemendum einnig kost á að spyrja þau um niðurstöð-
una.
Kennarinn endar þennan hluta kennslustundarinnar á því að spyrja:
• Finnst ykkur sanngjarnt að lögin fari öðruvísi með ungt fólk en fullorðna? Hvers vegna eða
hvers vegna ekki?
Nú skiptir kennarinn bekknum í fjögurra til sex manna hópa og lætur hvern hóp fá penna og stórt
blað. Hann biður hópana að hugsa sér einhverja breytingu á lögum landsins sem myndi gagnast
ungu fólki. Þeir geta lagt til alveg ný lög – til dæmis að allir skólar skuli vera með nemendaþing
eða að lögbinda skuli lágmarkslaun ungs fólks. Þeir geta einnig lagt til breytingu á gildandi lögum
– til dæmis um kosningaaldur eða aldur til að fá ökuskírteini. Hver hópur á að undirbúa kynningu
fyrir bekkinn á því efni sem hann valdi þar sem rök koma fram og því er nákvæmlega lýst hvernig
hópurinn heldur að lögin gætu gagnast ungu fólki. Þegar kynningunum er lokið getur bekkurinn
haft atkvæðagreiðslu um bestu tillöguna.
Lokaæfing eða heimaverkefni nemenda gæti verið að íhuga hvað þeir, sem ungmenni eða nemenda-
hópur, gætu gert til að fá stjórnvöld til að samþykkja tillöguna eða tillögurnar um lagabreytingar.
1...,174,175,176,177,178,179,180,181,182,183 185,186,187,188,189,190,191,192,193,194,...212
Powered by FlippingBook