Lifað í lýðræði - page 181

179
.......................................................................................................................................................................................................................................................................................
8. kafli – Reglur
Kennslustundin
Kennarinn byrjar á því að fá hverjum nemanda tvö spjöld – annað merkt með hástafnum „A“ (í
grænum lit), hitt með hástafnum „B“ (í rauðum lit).
Hann útskýrir fyrir nemendum að þeir fái nú að heyra nokkrar ímyndaðar skólareglur og eigi síðan
að skera úr um hvort þetta séu góðar reglur eða slæmar. Ef reglan er góð eigi þeir að lyfta spjaldi
„A“ og ef hún er vond lyfta þeir spjaldi „B“.
Kennarinn les ímynduðu reglurnar upp, eina af annarri. Við hverja reglu verða nemendur að lyfta
upp öðru hvoru spjaldinu – eftir því hvað þeim finnst um regluna. Reglurnar gætu verið:
• Heimavinna er bönnuð.
• Ekkert einelti.
• Nemendur eiga að borga fyrir að mæta í skólann.
• Ekki má koma með tyggigúmmí í skólann.
• Nemendum verður að falla vel við alla kennara sína.
• Nemendur mega ráða hvaða tíma þeir sækja.
• Eldri kennarar eiga að hafa þægilegri stundaskrá en aðrir.
• Enga farsíma í skólanum.
Við hverja reglu biður kennarinn tvo eða þrjá nemendur að rökstyðja úrskurð sinn:
• Hvers vegna finnst þér þetta góð/vond regla?
Ekki ætti að ræða hugmyndir nemenda frekar á þessu stigi.
Nú skiptir kennarinn bekknum í fjögurra til sex manna hópa og biður nemendur að skilgreina ná-
kvæmlega þá þætti sem einkenna góða skólareglu:
• Hvað einkennir góða skólareglu?
Hver hópur kynnir hugmyndir sínar fyrir öllum bekknum.
Þessu næst endurtekur kennarinn æfinguna alla með bekknum – les upp staðhæfingar, nemendur
lyfta spjöldunum og rökstyðja úrskurð sinn o.s.frv. – en í þetta sinn eru ímynduð lög til umfjöllun-
ar, ekki skólareglur. Lögin gætu verið:
• Allir þegnar verða að vera sömu trúar.
• Rangt er að fremja morð.
• Ekki má ljúga.
• Banna ætti ruslfæði.
• Leyfa skal fólki að ákveða hvorum megin á veginum það ekur.
• Konur skulu fá sömu laun og karlar.
Síðan biður kennarinn nemendur að fara aftur í hópana sína og reyna að skilgreina nákvæmlega
þá þætti sem einkenna góð lög.
• Hvað einkennir góð lög?
1...,171,172,173,174,175,176,177,178,179,180 182,183,184,185,186,187,188,189,190,191,...212
Powered by FlippingBook