Lifað í lýðræði - page 171

169
........................................................................................................................................................................................................................................................................................
7. kafli – Miðlar
Kennslustundin
Þegar ritstjórnarteymin hafa birt greinar sínar á veggnum og sagt stuttlega frá vinnu sinni liggur
næst fyrir að ákveða hvort haldið skuli áfram með verkefnið um veggfréttablaðið. Nú, þegar allir
nemendur hafa nokkurn veginn áttað sig á tímanum sem fer í verkefnið og þeim skipulagsvanda-
málum sem þarf að leysa, geta þeir rætt spurninguna um framhaldið með raunhæfum hætti.
Kennarinn getur hjálpað til við að skýra og skipuleggja umræðu nemenda með því að bregða eftir-
farandi punktum upp á flettitöflu eða töflunni.
Skipulag
Persónuleg viðhorf
Samvinna
Tímastjórnun
Ef við höldum áfram:
• Hvað þurfum við
að hafa í huga?
• Verður tíminn
vandamál?
• Hvaða tæknilegu
leiðir höfum við?
• Hvernig getum við
hindrað að blaðið
okkar verði eyði-
lagt?
• Hvaða fjárstuðn-
ing þurfum við?
Hvernig getum við
aflað fjár?
• Hverjir hafa áhuga?
• Aðalritstjóri?
• Ritnefnd?
• Hvert er hlutverk
og staða kennar-
ans?
• Nöfn:
• Hvernig getum
við vakið áhuga
annarra nemenda?
• Hvaða kennarar
vilja hugsanlega
taka þátt í verkefn-
inu?
• Getum við skipulagt
heimsóknir til fjöl-
miðla (prentmiðla,
útvarps- eða sjón-
varpsstöðva)?
• Getum við tekið
viðtal við blaða-
mann sem sér-
fræðing?
Um leið og kennarar byrja á verkefni sem þessu verður þeim ljóst að ekki er hægt að undirbúa allt
fyrir fram. Það krefst stöðugrar ígrundunar allra þátttakenda. Þetta er skemmtilegt, heillandi en um
leið erfitt ferli og stundum getur það jafnvel virst vonlaust.
Kennarar sem þegar eru komnir með reynslu af slíkri verkefnavinnu með bekkjum vita hvaða skref
þarf að stíga og þeir vita líka að styrk forysta er nauðsynleg. Samt þarf að gæta þess að of öflug
forysta drepi ekki niður áhuga og frumkvæði nemenda. Þátttaka í verkefnum af þessu tagi gagnast
nemendum því að þannig öðlast þeir dýrmæta reynslu á sviði lýðræðislegrar borgaravitundar og
mannréttinda.
Kennarar ættu að beita forystuhæfileikum sínum til að tryggja að í lok þessarar kennslustundar
hafi skýrar ákvarðanir verið teknar og að hæfilegur tímarammi hafi verið settur fyrir framhaldið.
1...,161,162,163,164,165,166,167,168,169,170 172,173,174,175,176,177,178,179,180,181,...212
Powered by FlippingBook