Lifað í lýðræði - page 166

164
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
2. kennslustund:
Okkar blað er best … finnst þér það ekki?
Hvað gerir dagblað að góðu dagblaði?
Markmið
Að nemendur setji fram viðmið um hvernig gott dagblað eða tímarit á að vera. Með því átti þeir sig
á eigin viðhorfum, gildum og áhugasviðum.
Verkefni nemenda
Nemendur meta kynningar hinna hópanna og sættast á málamiðlanir.
Gögn
Kynningar frá síðustu kennslustund.
Skólatafla eða flettitafla.
Aðferðir
Hópkynningar, hópumræður og mat.
Hugtakanám
Hugtakið „frelsi fjölmiðla“ vísar til þess réttar fjölmiðla að starfa óhindraðir og að þurfa ekki að
sæta ritskoðun við birtingu upplýsinga og skoðana. Frelsi fjölmiðla birtist með skýrum hætti í
þeim sérstaka rétti blaðamanna að mega neita að bera vitni og í því að notkun hljóðbúnaðar til
að fylgjast með blaðamönnum („hlerun“) leyfist ekki. Þannig er reynt að vernda heimildamenn
sem þeir þurfa að leita til við vinnu sína. Réttindi til blaðamennsku eru ekki háð löggjöf ríkisins
og menntun blaðamanna er í höndum einkaaðila, án afskipta ríkisins.
1...,156,157,158,159,160,161,162,163,164,165 167,168,169,170,171,172,173,174,175,176,...212
Powered by FlippingBook