Lifað í lýðræði - page 157

155
......................................................................................................................................................................................................................................................................................
6. kafli – Ábyrgð
Dreifiblað 6.4
Röðun spjalda: Ævi Jelenu Santic
1.
Jelena Santic var fædd árið 1944.
Hún var Serbi.
2.
Jelena Santic dó úr krabbameini árið 2000.
3.
Eftir dauða Jelenu tóku nokkrir vinir hennar
stein úr húsi í Belgrad sem hafði verið sprengt
í loft upp. Flóttamannabörn frá Kosovó höfðu
skreytt steininn með myndum. Síðan var stein-
inum komið fyrir sem tákni í Friðargarði Jelenu
Santic í Berlín.
4.
Jelena Santic og Hópur 484 stýrðu Pakrac-verk-
efninu í Króatíu, sem stuðlaði að því að byggja
upp traust milli Serba og Króata eftir stríðið
1991. Sjálfboðaliðar beggja aðila og alþjóða-
samfélagið slógust í hóp með henni í þessu verk-
efni.
5.
Jelena Santic var stofnfélagi og foringi samtaka
sem kallast Hópur 484 og eru frjáls félagasam-
tök. Samtökin hvetja til þess að menn hafi frið-
samlegar lausnir á ágreiningi, umburðarlyndi og
samvinnu að leiðarljósi við að skapa mannúðleg
samfélög.
6.
Jelena skrifaði greinar gegn þjóðernishyggju
og kynþáttafordómum sem voru birtar víða um
heim. Hún hlaut alþjóðleg friðarverðlaun fyrir
starf sitt frá samtökum sem kallast Pax Christi.
7.
Í Berlín er friðargarður sem kenndur er við Jel-
enu Santic, í viðurkenningarskyni fyrir starf
hennar. Jelena talaði eitt sinn á opinberum fundi
í þessum garði.
8.
Jelena Santic varð heimsfrægur ballettdansari
og ballettkennari.
9.
Jelena Santic barðist gegn stríði og hún beitti
sér fyrir mannréttindum öllum til handa. Hún og
samtök hennar unnu hörðum höndum að því að
aðstoða flóttamenn sem streymdu inn í Serbíu.
10.
Hópur 484 dró nafn sitt af því að eitt fyrsta verk-
efnið sem hann gekkst fyrir var að aðstoða 484
fjölskyldur frá Króatíu sem höfðu orðið heimilis-
lausar í stríðinu. Hópur 484 veitti flóttamönnun-
um aðstoð, huggun og ráðgjöf um réttindi sín.
1...,147,148,149,150,151,152,153,154,155,156 158,159,160,161,162,163,164,165,166,167,...212
Powered by FlippingBook