Lifað í lýðræði - page 155

153
......................................................................................................................................................................................................................................................................................
6. kafli – Ábyrgð
Dreifiblað 6.2
Vandamál Schmitts
Einkadóttir Schmitts er mjög veik. Hún þarf að fara strax í aðgerð en einu læknarnir á svæðinu sem
geta framkvæmt hana vilja fá greitt áður en þeir taka við nokkrum til meðferðar. Schmitt veit ekki
hvað hann á að gera. Hann og kona hans eiga dálítið sparifé sem þau höfðu ætlað sér að nota til
að kaupa litla búð. Þau vilja fegin fórna því öllu til að bjarga dóttur sinni en það er ekki nærri nóg.
Schmitt sárbiður læknana að lækka upphæðina en þeir segjast ekki geta það því að það væri ósann-
gjarnt gagnvart öllum öðrum sem verða að borga fullt gjald. Schmitt biður ættingja sína og vini
að lána sér peninga en það er bara örlítil viðbót. Og á meðan verður dóttir Schmitts sífellt veikari.
Í örvæntingu veltir Schmitt fyrir sér að stela því sem á vantar af upphæðinni til að bjarga lífi dóttur
sinnar.
1...,145,146,147,148,149,150,151,152,153,154 156,157,158,159,160,161,162,163,164,165,...212
Powered by FlippingBook