Lifað í lýðræði - page 154

152
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Dreifiblað 6.1
Milan þarf að velja
Milan var að leggja af stað í skólann þegar faðir hans kom inn í eldhúsið.
„Milan, ég verð að fá þig til að hjálpa mér í dag á ökrunum. Getur þú ekki verið heima og sleppt
skólanum? Uppskeran skemmist ef við bíðum lengur.“
Milan var ekki ánægður.
„Ég verð að fara í skólann í dag, pabbi,“ sagði hann, „fyrsti fundurinn í nemendaráðinu er í dag
og ég var kosinn um daginn sem einn af fulltrúum áttunda bekkjar.“
„En þú verður ekki sá eini, er það nokkuð?“ sagði faðir hans, „það gerir ekkert til þó að þú mætir
ekki. Það eru fleiri áttunda bekkjar fulltrúar, er það ekki?“
„Jú, en ég bregst þeim sem kusu mig ef ég fer ekki. Svo eru líka raungreinatímar í dag. Ég vil
ekki missa af þeim. Ég verð að ná prófunum ef ég á að komast í háskóla.“
Faðir Milans dæsti gremjulega.
„Þú talar bara um að fara í háskóla, eins og fjölskylda þín skipti engu máli. Geturðu ekki skilið
að þú verður að hjálpa okkur hér heima? Hvaða gagn hefðum við af þér ef þú færir burt í há-
skóla? Og hvert færir þú svo þegar þú hefðir lokið námi? Þú kæmir varla aftur hingað, það er
nokkuð víst.“
„Þú ættir að vera ánægður með að ég skuli vilja komast áfram í lífinu,“ æpti Milan reiður, „öfugt
við flesta strákana hér. Þeir hafa engan metnað. Þeir enda í sömu sporum og pabbar þeirra.“
„Það er ekkert að því að eldri kynslóðinni sé sýnd ofurlítil virðing,“ svaraði faðir Milans, og nú
fauk í hann. „Allt þetta tal um menntun nú til dags; mér verður óglatt af því. Þú virðist hafa
gleymt ýmsu af því sem áður var haft í heiðri, eins og að allir eigi að standa saman. Þú hugsar
bara um sjálfan þig.“
Milan andvarpaði. Hann hafði heyrt þetta allt áður.
„Pabbi, ef mér tekst að fá góða vinnu ætla ég ekki að gleyma þér og fjölskyldunni. Hvernig
dettur þér í hug að ég myndi gera það? Viltu í alvöru að ég hætti í skólanum og geri ekki það
sem ég veit að ég er fullfær um? Allir kennararnir mínir segja að ég gæti orðið góður vísinda-
maður. Kannski á ég eftir að gera uppgötvanir sem verða öllum heiminum til góðs.“
Faðir Milans barði í borðið.
„Æðsta skylda þín er við fjölskylduna og þetta þorp, sérstaklega núna á þessum erfiðu tímum.
Þú byggir þér bara skýjaborgir og hirðir ekkert um raunveruleikann.“
Þetta særði Milan en hann vildi leyna því. Andartak starði hann þögull og fullur andúðar á föður
sinn. Þá snerist sá gamli á hæli, strunsaði út og skellti hurðinni á eftir sér.
Milan settist niður og andvarpaði. Hann hugsaði sig um smástund og síðan tók hann ákvörðun.
Hann tók upp skólatöskuna sína og gekk í átt að dyrunum. Þá staldraði hann við, tók upp blað og
settist til að skrifa föður sínum bréf. Þetta var það erfiðasta sem hann hafði þurft að gera á ævi
sinni.
1...,144,145,146,147,148,149,150,151,152,153 155,156,157,158,159,160,161,162,163,164,...212
Powered by FlippingBook