Lifað í lýðræði - page 146

144
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
2. kennslustund
Hvers vegna á að fara að lögum?
Hver eru veigamestu rökin fyrir því að hlýða lögunum?
Markmið
Að kanna hvers eðlis lagalegar skyldur okkar eru.
Að kanna muninn á siðferðilegum og lagalegum skuldbindingum.
Verkefni nemenda
Nemendur greina siðferðilegt vandamál í hópumræðu.
Nemendur skoða rökin fyrir löghlýðni með gagnrýnum huga.
Nemendur gefa dæmi um þær aðstæður að siðferðileg skylda gangi framar þeirri skyldu að virða
lög.
Gögn
Eintök af sögunni „Vandamál Schmitts“.
Pappír fyrir skrifleg verkefni.
Tafla.
Aðferðir
Sameiginleg greining á siðferðilegu vandamáli.
Greining studd af kennara.
Söguskrif.
Hópumræður.
Hugtök
Lög
: Reglur sem stjórnvöld setja.
Réttarríki
: Í lýðræðislegum þjóðfélögum eru ríkisstjórnir og önnur stjórnvöld bundin af lög-
um landsins. Valdaskipti verða með lýðræðislegum hætti samkvæmt reglum stjórnarskrár, ekki
með ofbeldi eða stríði. Fólki ber almenn skylda til að fara að lögum því að það er lýðræðislega
ákveðið.
Lagaleg skylda
: Skuldbindingarnar sem fólk gengst undir með lögunum.
Siðferðileg ábyrgð
: Það sem fólk telur persónulegar skuldbindingar sínar og byggist á tilfinn-
ingu þess fyrir því hvað er rétt og rangt.
1...,136,137,138,139,140,141,142,143,144,145 147,148,149,150,151,152,153,154,155,156,...212
Powered by FlippingBook