Lifað í lýðræði - page 144

142
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
1. kennslustund
Skyldur heima fyrir
Úrlausn þegar skyldur stangast á
Markmið
Að kanna þá ábyrgð sem lögð er fólki á herðar.
Að átta sig á að skyldur fólks geta stangast á.
Að kanna siðferðileg rök fyrir ákvörðunum þegar skyldur stangast á.
Verkefni nemenda
Nemendur greina siðferðilegt vandamál.
Þeir ræða mismunandi greiningar.
Þeir gera athugasemdir hver fyrir sig.
Gögn
Eintök af sögunni „Milan þarf að velja“.
Pappír fyrir skrifleg verkefni.
Aðferðir
Einstaklingsvinna og vinna í litlum hópum.
Hópumræður.
Skrifleg einstaklingsverkefni.
Hugtakanám
Ábyrgð
: Nokkuð sem fólk verður að gera eða taka á sig – ábyrgð getur verið lagaleg, siðferðileg
eða félagsleg, allt eftir því hvernig hún skapast.
Siðferðileg togstreita
: Togstreitan sem fólk upplifir ef það þarf að velja milli tveggja eða fleiri
kosta þegar það stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum.
Borgaraleg ábyrgð
: Skyldur fólks gagnvart samfélaginu almennt. Þessi ábyrgð skapast vegna
þess að samfélagsþegn nýtur réttinda fyrir þá ábyrgð sem hann tekur sér á herðar.
1...,134,135,136,137,138,139,140,141,142,143 145,146,147,148,149,150,151,152,153,154,...212
Powered by FlippingBook