Lifað í lýðræði - page 136

134
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Dreifiblað 5.5
Spurningakeppni um mannréttindi (kennsluspjöld)
Barnavinna 17 ára og yngri:
A. Er alltaf brot á réttindum barnsins.
B. Er brot á réttindum barnsins ef vinnan er skaðleg.
C. Er í lagi ef stjórnvöld hafa ákveðið að lágmarks-
vinnualdur sé undir 17.
Barnavinna 17 ára og yngri:
C er rétt. Barnasáttmálinn bannar barnavinnu ef hún
er hættuleg eða telst vera einhvers konar misneyting
en leyfir stjórnvöldum að ákveða upp að hvaða aldri
bannið skuli gilda. Mikill þrýstingur er á að settar
verði strangari skorður við vinnu barna.
Samkvæmt alþjóðlegum samningum sem tengjast
réttinum á vatni:
A. Eru stjórnvöld skyldug til að sjá þegnunum fyrir
hreinu og heilnæmu vatni.
B. Mega stjórnvöld ekki gera upp á milli þegnanna
hvað varðar útvegun vatns.
C. Mega stjórnvöld ekki neita þegnunum um aðgang
að vatni.
Samkvæmt alþjóðlegum samningum sem tengjast
réttinum á vatni:
Samkvæmt túlkun efnahags- og félagsmálanefndar
SÞ eru svör B og C rétt en A ekki. Stjórnvöld eiga að
stefna að því að rétturinn til vatns sé uppfylltur en
þegnarnir geta ekki krafist hans sem slíks.
Dauðarefsing:
A. Er almennt bönnuð um heim allan.
B. Hefur verið afnumin með lögum eða lagafram-
kvæmd í meira en helmingi allra landa.
C. Er ekki leyfð þegar í hlut eiga ungmenni undir átján
ára aldri.
Dauðarefsing:
Svör B og C eru rétt en A ekki. Dauðarefsing er ekki
afdráttarlaust bönnuð í samningum SÞ og ekki heldur
í Mannréttindasáttmála Evrópu, en í hvorum tveggja
er hún bönnuð í valfrjálsri bókun. Bókun 6 (afnám
dauðarefsingar á friðartímum) og Bókun 13 (undan-
tekningarlaust afnám dauðarefsingar) við Mann-
réttindasáttmála Evrópu hafa báðar verið undirritaðar
og/eða fullgiltar í mörgum ríkjum.
Efnahagsleg og félagsleg réttindi:
A. Eru ekki raunveruleg mannréttindi.
B. Ekki er ætlast til þess af ríkjum að allir menn fái að
njóta þessara réttinda til fulls.
C. Eru réttindi sem allir evrópskir einstaklingar geta
krafist.
Efnahagsleg og félagsleg réttindi:
B er rétt. Opinberlega eru efnahagsleg og félagsleg
réttindi raunveruleg mannréttindi en rétt er að sú
skylda að viðurkenna þau er ekki nærri því eins rík og
þegar um er að ræða ýmis borgaraleg og stjórnmála-
leg réttindi. Alþjóðasamningurinn um efnahagsleg,
félagsleg og menningarleg réttindi gerir ráð fyrir að
ríki stefni að því að þau séu uppfyllt en ekki fyrirfinnst
neitt evrópskt kerfi sem gerir einstaklingum kleift að
leggja fram kæru (þó að valfrjáls bókun heimili stofn-
unum að gera það með vissum takmörkunum).
Samkvæmt ákvæðunum um rétt til menntunar:
A. Mega einstaklingar og hópar opna skóla, svo framar-
lega sem þeir uppfylla lagaleg lágmarksskilyrði.
B. Eru engar skuldbindingar varðandi námsefni.
C. Eru stjórnvöld skyldug til að sjá öllum ungmennum
undir 18 ára aldri fyrir grunnmenntun.
Samkvæmt ákvæðunum um rétt til menntunar:
A er rétt en ekki B og C. Alþjóðasamningar, svo sem
Barnasáttmálinn, kveða á um að fræða skuli börn um
mannréttindi.
Rétturinn til að vera viðurkenndur sem flóttamaður:
A. Á við um fólk sem hefur rökstudda ástæðu til að
óttast ofsóknir vegna kynþáttar, trúar eða pólitískrar
skoðunar og hefur flúið land sitt af þeim sökum.
B. Á líka við um fólk sem hefur flúið land sitt vegna
borgarastríðs eða hungursneyðar.
C. Honum mega stjórnvöld sjálfkrafa hafna ef sá sem
sækir um hæli sem flóttamaður er frá landi sem talið
er vera öruggt.
Rétturinn til að vera viðurkenndur sem flóttamaður:
A er rétt en B ekki (þó að í sumum löndum geti fólk
sem hefur flúið land sitt vegna borgarastríðs eða
hungursneyðar fengið vernd án þess að litið sé á það
sem flóttamenn í skilningi alþjóðasamninga). C á ekki
við um flóttamenn samkvæmt Genfarsáttmálanum
en ákvæðinu er víða beitt innan Evrópusambandsins
gagnvart hælisleitendum.
1...,126,127,128,129,130,131,132,133,134,135 137,138,139,140,141,142,143,144,145,146,...212
Powered by FlippingBook