Lifað í lýðræði - page 128

126
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Efnahagsleg og félagsleg réttindi:
A. Eru ekki raunveruleg mannréttindi.
B. Ekki er ætlast til þess af ríkjum að allir menn fái
að njóta þessara réttinda til fulls.
C. Eru réttindi sem allir evrópskir einstaklingar geta
krafist.
Efnahagsleg og félagsleg réttindi:
B er rétt. Opinberlega eru efnahagsleg og félagsleg
réttindi raunveruleg mannréttindi en rétt er að sú
skylda að viðurkenna þau er ekki nærri því eins
rík og þegar um er að ræða ýmis borgaraleg og
stjórnmálaleg réttindi. Alþjóðasamningurinn um
efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi
gerir ráð fyrir að ríki stefni að því að þau séu upp-
fyllt en ekki fyrirfinnst neitt evrópskt kerfi sem
gerir einstaklingum kleift að leggja fram kæru (þó
að valfrjáls bókun heimili stofnunum að gera það
með vissum takmörkunum).
Samkvæmt ákvæðunum um rétt til menntunar:
A. Mega einstaklingar og hópar opna skóla, svo
framarlega sem þeir uppfylla lagaleg lágmarksskil-
yrði.
B. Eru engar skuldbindingar varðandi námsefni.
C. Eru stjórnvöld skyldug til að sjá öllum ungmenn-
um undir 18 ára aldri fyrir grunnmenntun.
Samkvæmt ákvæðunum um rétt til menntunar:
Er A rétt en ekki B og C. Alþjóðasamningar, svo
sem Barnasáttmálinn, kveða á um að fræða skuli
börn um mannréttindi.
Rétturinn til að vera viðurkenndur sem flóttamaður:
A. Á við um fólk sem hefur rökstudda ástæðu til að
óttast ofsóknir vegna kynþáttar, trúar eða pólitískrar
skoðunar og hefur flúið land sitt af þeim sökum.
B. Á líka við um fólk sem hefur flúið land sitt vegna
borgarastríðs eða hungursneyðar.
C. Honum mega stjórnvöld sjálfkrafa hafna ef sá sem
sækir um hæli sem flóttamaður er frá landi sem talið
er vera öruggt.
Rétturinn til að vera viðurkenndur sem flóttamaður:
A er rétt en B ekki (þó að í sumum löndum geti fólk
sem hefur flúið land sitt vegna borgarastríðs eða
hungursneyðar fengið vernd án þess að litið sé á
það sem flóttamenn í skilningi alþjóðasamninga).
C á ekki við um flóttamenn samkvæmt Genfarsátt-
málanum en ákvæðinu er víða beitt innan Evrópu-
sambandsins gagnvart hælisleitendum.
Trúfrelsi:
A. Má ekki neita fólki um vegna þess að það tilheyri
trúfélagi minnihlutahóps.
B. Skuldbindur ríki til að viðurkenna trúarbrögð og
styrkja þau fjárhagslega.
C. Má ekki takmarka á neinn hátt af hálfu ríkis.
Trúfrelsi:
A er rétt. Ríki eru skyldug til að virða trúfrelsi en
þeim ber ekki skylda til að styðja nein trúarbrögð
fjárhagslega eða á annan hátt. Ríki geta takmark-
að trúfrelsi, til dæmis ef trúin stríðir gegn grund-
vallarmannréttindum.
Eignarrétturinn:
A. Merkir ekki að stjórnvöld geti ekki tekið eign af
einhverjum ef almannahagsmunir eru í húfi.
B. Brotið er gegn eignarréttinum ef heilt þorp er lagt
í eyði, án sanngjarnra bóta, til að byggja þar vatns-
orkuver.
C. Leyfir manni að líta á verðmæti sem hann hefur
stolið sem sína eign.
Eignarrétturinn:
Svör A og B eru rétt. C er greinilega rangt.
1...,118,119,120,121,122,123,124,125,126,127 129,130,131,132,133,134,135,136,137,138,...212
Powered by FlippingBook