Lifað í lýðræði - page 125

123
..............................................................................................................................................................................................................................................
5. kafli – Réttindi, frelsi og ábyrgð
Aukaverkefni
Ef tíminn leyfir eða kennari vill bæta við umfjöllun um jákvæð og neikvæð réttindi og verkefna-
vinnu mætti fara þannig að:
Kennari getur byrjað á því að útskýra hvernig mannréttindi eru stundum flokkuð í „neikvæð
réttindi“ og „jákvæð réttindi“.
„Neikvæð réttindi“ eru réttindi sem banna eða fyrirbjóða eitthvað sem er óþægilegt eða vont (svo
sem bann við pyntingum). „Jákvæð réttindi“ eru réttindi sem beinlínis krefjast þess að einhver geri
eitthvað eða fái eitthvað gert (til dæmis rétturinn til fæðis: allir eiga rétt á viðunandi fæði). „Nei-
kvæð réttindi“ krefjast ekki sérstakra ráðstafana en „jákvæð réttindi“ kalla á það að einstaklingar
og stjórnvöld geri ýmsar ráðstafanir til að tryggja þessi réttindi.
Kennarinn útskýrir einnig hvernig flest mannréttindi hafa bæði neikvæðar og jákvæðar hliðar. Til
dæmis merkir rétturinn til að sæta ekki pyntingum að stjórnvöld megi ekki misþyrma fólki sem haft
er í haldi en einnig að stjórnvöld verði að gefa lögreglunni skýr fyrirmæli þar að lútandi.
Nemendur eru beðnir að skoða aftur listana sína yfir mannréttindi og velja þrenn. Síðan eiga þeir
að leita að dæmum um eitthvað jákvætt eða neikvætt sem þeir hafa upplifað til að lýsa sinni eigin
siðferðilegu ábyrgð. Síðan ættu þeir að leita að öðrum dæmum, í þetta sinn til að sýna ábyrgð skól-
ans, yfirvalda sveitarfélagsins eða stjórnvalda í landinu. Í þessum tilgangi geta þeir sett plús- eða
mínusmerki við skyldurnar sem þeir velja, sjá dæmið hér á eftir.
Mannréttindi
(í skólanum, heima)
(Siðferðileg) skylda einstaklingsins Skylda skólans, yfirvalda o.s.frv.
Rétturinn til friðhelgi
einkalífs (= dæmi)
(+)
(+) Að gæta þess að óviðkomandi geti
ekki skoðað ferilskrá nemenda
(-) Að lesa ekki dagbók einhvers
annars í leyfisleysi
(-) (skólinn) Að leita ekki í eigum nem-
enda nema það sé bráðnauðsynlegt
(-) (ríkið) Að fyrir hendi sé löggjöf sem
verndar einkalíf einstaklinga
Ef kennarar vilja nota þetta verkefni sem inngang að verkefnavinnu geta þeir beðið nemendur að
velja einhver mannréttindi sem fjallað verður nánar um næstu vikur eða mánuði. Nemendur setja
síðan upp áætlun þar sem þeir koma sér saman um aðalmarkmiðið og hvað þurfi að gera. Þeir
ákveða einnig hvenær hvaða verki þarf að vera lokið og hver skuli sjá um hvað.
Áætlun
Aðalmarkmið: ……………………………………………………………………………
Hvað þarf að gera?
Hverjir eiga að sjá um það?
Hvenær þarf þetta að vera
tilbúið?
Í næstu kennslustundum þarf að fylgja áætluninni eftir og meta í lokin hvernig til hefur tekist.
1...,115,116,117,118,119,120,121,122,123,124 126,127,128,129,130,131,132,133,134,135,...212
Powered by FlippingBook