Lifað í lýðræði - page 120

118
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Kennslustundin hefst á umræðum um verkefni og niðurstöður síðasta tíma. Veggspjöldin eru kynnt
og niðurstöður bornar saman. Einnig er hægt að skrifa tillögurnar á blöð og festa á veggi skólastof-
unnar ásamt veggspjöldunum ef það þykir henta.
Nemendur vinna nú tveir og tveir saman. Þeir fá afhent eintak af dreifiblaði 5.3, Mannréttindabrot,
og dreifiblaði 5.2, Listi yfir mannréttindi.
Listanum yfir mannréttindabrot er síðan skipt milli paranna; til dæmis gæti par 1 fengið a−d, par
2 e−j o.s.frv.
Best er að skipta listanum þannig að fleiri en eitt par nemenda skoði hvern flokk brota.
Nemendur lesa og ræða dæmin um mannréttindabrot. Þeir reyna síðan að komast að niðurstöðu
um það hvaða réttindi á réttindalistanum hafi verið brotin eða skert; til dæmis eru það réttindi nr.
10 sem eru brotin í dæmi a.
Svörin eru rædd í kennslustundinni. Kostir þess að láta fleiri en eitt par fást við sama dæmi felast í
því að ef skoðanir eru skiptar er hægt að leiða umræður með nokkrum stuttum spurningum:
• Hvernig komust þið að niðurstöðu?
• Fengu svör hinna ykkur til að breyta svari ykkar? Ef svo er, hvað sannfærði ykkur? Hvers
vegna?
Tilgangurinn með þessari umræðu er að kanna sum dæmin og svörin en gera ekki endilega ráð fyrir
að aðeins finnist eitt rétt svar.
Aukaverkefni
Ef tími er til í lok kennslustundarinnar getur kennarinn spurt nemendur hvert þessara tilteknu
dæma þau telji alvarlegast. Út frá sumum dæmanna sem voru gefin mætti spyrja nemendur:
• Hvernig liði ykkur í þessum sporum?
• Hvernig mynduð þið bregðast við?
• Hvað vilduð þið að aðrir gerðu?
Slíkar spurningar geta vakið nemendur til umhugsunar um að öðrum sé skylt að bregðast við til
varnar mannréttindum.
1...,110,111,112,113,114,115,116,117,118,119 121,122,123,124,125,126,127,128,129,130,...212
Powered by FlippingBook