Lifað í lýðræði - page 124

122
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Nemendur vinna tveir og tveir saman. Mikilvægt er að fjöldi paranna í skólastofunni sé jöfn tala.
Hvert par fær blað og penna og er beðið að skrifa þar þrenn mikilvæg réttindi sem því finnst að
ættu að gilda í skólanum og þrenn mikilvæg réttindi sem því finnst að ættu að gilda heima fyrir.
Dæmi gætu verið þau réttindi að þurfa ekki að skila of mikilli heimavinnu eða rétturinn til að fá
vasapeninga.
Þegar þessu er lokið afhendir kennarinn hverju pari dreifiblað 5.4 („Réttindi og ábyrgð“) og 5.2
(„Listi yfir mannréttindi“). Nemendur eru síðan beðnir að skoða listann yfir mannréttindi og ræða
hvaða réttindi samsvara best réttindunum sex sem þeir hafa skrifað á blaðið.
Þegar þeir hafa komið sér saman um þetta skrifa þeir réttindin sex í fyrsta dálkinn á dreifiblaði 5.4.
Nú getur kennarinn spurt nemendur hvort þeir þurfi einhverja útskýringu á réttindunum sem þeir
skrifuðu upp.
Þegar búið er að fylla út fyrsta dálkinn útskýrir kennarinn fyrir nemendum að öllum réttindum
fylgi samsvarandi ábyrgð og gefur eftirfarandi dæmi: „Tjáningarfrelsið takmarkast af þeirri ábyrgð
að fara ekki með ósannindi sem gera lítið úr öðrum einstaklingi og vanvirða reisn hans og mann-
orð.“ Kennarinn getur einnig útskýrt að tengslin milli réttinda einstaklings og þeirrar skyldu hans
að virða réttindi annars fólks merki að í reynd séu nokkrar hömlur á réttindum okkar. Við ýmsar
aðstæður geti réttindi og skyldur fólks stangast á. Í skólanum geti til dæmis rétturinn til menntunar
stangast á við réttinn til leikja og tómstunda þegar sumir nemendur vilja læra en aðrir vilja helst
bara leika sér. Auk þess beri skólinn ábyrgð á því að nemendum sé kennt og þeir menntaðir og að
réttur kennaranna til mannsæmandi starfsaðstæðna sé virtur (til dæmis að þeir þurfi ekki að vinna
í óhóflegum hávaða).
Kennarinn biður nú hvert par að skiptast á listum við annað par. Nýja parið þarf nú að ræða dæmi
um tvenns konar ábyrgð sem tengist réttindunum sem hitt parið tilgreindi (sjá dæmi hér á eftir):
• Annars vegar
: þá skyldu einstaklinga að tryggja að aðrir getið notið réttindanna (þetta ætti
að skrifa í annan dálkinn).
• Hins vegar
: þá skyldu (þar sem um slíkt er að ræða) stjórnvalda (svo sem skólastjórnenda
eða sveitarstjórna) að tryggja þessi réttindi. Þetta ætti að skrifa í þriðja dálkinn. Til dæmis
þá skyldu allra einstaklinga að virða friðhelgi dagbóka sem aðrir eiga; þá ábyrgð skólans að
ekki sé leitað í eigum einstaklings að óþörfu (að dagbók hans sé ekki lesin þegar verið er að
leita að stolinni reiknivél í skólastofunni).
Mannréttindi
(í skólanum, heima)
(Siðferðileg) skylda einstaklingsins Skylda skólans, yfirvalda o.s.frv.
Rétturinn til friðhelgi
einkalífs
Að skoða ekki annarra manna dag-
bækur
Að lesa ekki dagbók nemenda þegar
verið er að leita í eigum þeirra vegna
þjófnaðarmáls
Kennarinn getur síðan beðið hvert par að segja hinum í bekknum frá einum réttindum og samsvar-
andi skyldu á listum sínum.
Þar sem áhersla þessarar kennslustundar er á ábyrgð og skyldur getur kennarinn teiknað tvo dálka
á töfluna, annan fyrir skyldur einstaklinganna, hinn fyrir skyldur stjórnvalda, og síðan má skrifa
dæmin sem nemendur gefa á töfluna. Kennarinn getur lokið kennslustundinni á því að fara yfir
skyldurnar og biðja nemendur að gera athugasemdir við listana.
1...,114,115,116,117,118,119,120,121,122,123 125,126,127,128,129,130,131,132,133,134,...212
Powered by FlippingBook