Lifað í lýðræði - page 130

128
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Í skólanum:
A. Ætti ekki að gefa umhverfismálum neinn gaum.
B. Ætti að kenna börnum að virða foreldra sína.
C. Ættu börn að læra um mannréttindi og kynnast
mannréttindum.
Í skólanum:
Svör B og C eru rétt. Í Barnasáttmálanum eru slík
ákvæði. Sáttmálinn kveður einnig á um að með
menntun skuli stefnt að virðingu fyrir umhverfinu.
Fyrir dómi:
A. Eiga allir afbrotamenn rétt á aðstoð lögmanns.
B. Er einungis hægt að sakfella fólk ef það hefur
játað.
C. Á hinn ákærði rétt á ókeypis þjónustu túlks ef
hann kann ekki tungumálið sem notað er fyrir dóm-
inum.
Fyrir dómi:
Svör A og C eru rétt.
Pyntingar:
A. Eru leyfilegar ef þeim er beitt til að hindra hryðju-
verkaárásir.
B. Eru aðeins leyfðar að fengnu samþykki dómara.
C. Eru aldrei leyfðar.
Pyntingar:
C er rétt (pyntingar leyfast ekki einu sinni þó að
þjóðaröryggi sé í húfi).
Rétturinn til lífs er brotinn ef:
A. Maður deyr í slysi sem má rekja til þess að lög-
regla hafi verið að forða öðrum frá lífshættulegri
árás.
B. Maður deyr af völdum stríðsátaka, jafnvel þó að
þau hafi verið lögleg.
C. Maður deyr eftir ónauðsynlega valdbeitingu lög-
reglu.
Rétturinn til lífs er brotinn ef:
C er rétt. Í dæmi A væri rétturinn til lífs brotinn
ef lögregla beitti meira valdi en ýtrasta nauðsyn
krefði.
Samkvæmt réttinum til húsnæðis:
A. Eru öll ríki skyldug til að tryggja að enginn sé
heimilislaus.
B. Ætti útlendingum að bjóðast sama aðgengi að fé-
lagslegu húsnæði og þegnum landsins.
C. Ætti ríkið að sjá til þess að færra fólk sé heimil-
islaust.
Samkvæmt réttinum til húsnæðis:
Svör B og C eru rétt.
Samkvæmt réttinum til heilbrigðisþjónustu:
A. Eru stjórnvöld ekki skyldug til að koma í veg fyrir
vinnuslys.
B. Skulu allir hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu.
C. Skulu lyf vera ókeypis.
Samkvæmt réttinum til heilbrigðisþjónustu:
B er rétt. Varnir gegn vinnuslysum teljast vera
skylda. Selja má lyf.
Samkvæmt réttinum til ferðafrelsis:
A. Má af öryggisástæðum banna manni að velja sér
tiltekið aðsetur.
B. Er það mannréttindabrot að synja manni, sem
ekki hefur gerst sekur um glæp, um vegabréfsáritun.
C. Má setja afbrotamann í fangelsi.
Samkvæmt réttinum til ferðafrelsis:
Svör A og C eru rétt. Synja má hverjum sem er
um vegabréfsáritun, ekki aðeins afbrotamönnum.
Einnig má takmarka ferðafrelsi í þágu heilbrigðis
almennings, allsherjarreglu eða þjóðaröryggis, ef
lög kveða á um slíkt.
1...,120,121,122,123,124,125,126,127,128,129 131,132,133,134,135,136,137,138,139,140,...212
Powered by FlippingBook