Lifað í lýðræði - page 133

131
..............................................................................................................................................................................................................................................
5. kafli – Réttindi, frelsi og ábyrgð
Dreifiblað 5.3
Dæmi um brot á mannréttindum
Brot eða skerðing á mannréttindum
Mannréttindi
a. Ekkjan X, sem fyrir nokkrum árum missti dóttur sína og eiginmann í bílslysi, gat ekki
gifst öðrum manni nema mágur hennar gæfi henni afdráttarlaust leyfi.
b. Fangaverðirnir notuðu hunda til að hræða og niðurlægja gæslufanga og hótuðu þeim
árásum, og í einu tilviki létu þeir hunda bíta gæslufanga.
c. Í verksmiðju einni verða verkamennirnir að vinna stanslaust minnst 10 klukkustundir
á dag.
d. Síðan mennirnir þrír voru handteknir hafa þeir átt í erfiðleikum með að fá aðstoð lög-
manna. Mennirnir fengu ekki að ræða allir saman við lögmenn sína og það varð til þess
að tveir þeirra fengu ekki að hitta lögmann sinn.
e. Konan, sem gegndi nákvæmlega sama starfi og var á sama aldri og með sömu reynslu
og karlkyns vinnufélagi hennar, fékk lægri laun en hann.
f. X nam Y á brott, hafði hann í haldi í þrjá daga og skaut hann loks í höfuðið svo að hann
dó þremur dögum síðar.
g. Tekin var mynd af konunni X, sem var eiturlyfjafíkill, þegar hún var að koma af AA-
fundi. Seinna var myndin birt opinberlega.
h. Kona, sem hafði sætt ofbeldi eiginmanns síns, gat ekki fengið skilnað fyrr en hún hafði
eftirlátið honum húsið sitt, bílinn og allar eigur sínar. Hún stóð uppi allslaus.
i. X var með lífshættulega lungnabólgu en fékk ekki neina læknismeðferð á spítala því að
hún hafði komið ólöglega inn í landið.
j. Sjötíu prósent íbúa á svæði X voru neydd til að flytjast brott og voru síðar hindruð í að
snúa aftur heim. Fólkið fékk ekki að fara úr búðunum sem það dvaldi í út á nálæga akra
til ræktunarstarfa og víða var því bannað að komast leiðar sinnar.
k. Svartir Afríkumenn voru keyptir í Afríku fyrir til dæmis viskíflösku og seldir í Norður-
Ameríku fyrir 1200 til 1500 Bandaríkjadali.
l. Í landinu X hefur allri lífsbjörg innfæddra verið eytt með vilja: uppskeru, vatni og bú-
peningi.
m. Í landinu X er hægt að halda þegnunum í fangelsi án ákæru.
n. Tuttugu og sex ára blaðamaður var skotinn til bana í árás sem talið er að hafi verið
hefnd fyrir umfjöllun hans um nýafstaðna kosningabaráttu.
o. Maðurinn X var kvaddur í herinn. Hann skrifaði hernaðarmálaskrifstofunni og skýrði
frá því að samvisku sinnar vegna gæti hann ekki gegnt herþjónustu og neitaði því að skrá
sig í herinn. Hann var ákærður fyrir óhlýðni og var bannað að fara úr landi.
p. Í landinu X er þeim sem aðhyllast Falun Gong bannað að koma saman.
q. Ráðandi þjóðernismeirihluti úrskurðaði að þeir sem tilheyrðu minnihlutahópum, svo
sem gyðingar og rómafólk, skyldu búa á tilteknum svæðum í bænum.
r. Börnin sem eiga heima í þorpinu geta ekki gengið í grunnskóla því að enginn slíkur skóli
fyrirfinnst í hæfilegri fjarlægð.
s. X gat ekki boðið sig fram í þingkosningum því að trúaryfirvöld landsins samþykktu það
ekki.
1...,123,124,125,126,127,128,129,130,131,132 134,135,136,137,138,139,140,141,142,143,...212
Powered by FlippingBook