Lifað í lýðræði - page 123

121
..............................................................................................................................................................................................................................................
5. kafli – Réttindi, frelsi og ábyrgð
3. kennslustund
Réttindi og ábyrgð
Hvernig geta réttindi staðist ef ekki er ábyrgð?
Markmið
Að nemendur átti sig á því hvernig þeir geta lagt sitt af mörkum til að vernda mannréttindi.
Að nemendur átti sig á því að mannréttindi tengjast ábyrgð – ábyrgð ríkisins og stofnana og einnig
siðferðilegri ábyrgð þeirra sjálfra.
Verkefni nemenda
Nemendur skilgreina þá ábyrgð að vernda mannréttindi, þar á meðal persónulega ábyrgð sína.
Gögn
Blað og penni.
Eitt dreifiblað 5.4 á hverja tvo nemendur.
Eitt dreifiblað 5.2 á hverja tvo nemendur.
Aðferðir
Tveir og tveir vinna saman eða unnið er í hópum.
Gagnrýnin hugsun.
Ábendingar
Mannréttindi verða aldrei virt ef enginn einstaklingur eða stjórnvald ábyrgist að fólk fái notið
þeirra. Þó að stjórnvöld hafi aðallega skyldum að gegna hvað þetta varðar er bráðnauðsynlegt
að aðrar stofnanir og einstaklingar vinni að framgangi og vernd mannréttinda. Hverjum einasta
manni ber siðferðileg skylda til að hlúa að menningu þar sem gildi mannréttinda eru vegvísir um
daglega breytni okkar.
Viðbótarverkefni gæti verið kynning á hugmyndinni um jákvæð og neikvæð réttindi og verkefna-
vinna í framhaldi af því.
1...,113,114,115,116,117,118,119,120,121,122 124,125,126,127,128,129,130,131,132,133,...212
Powered by FlippingBook