Lifað í lýðræði - page 126

124
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
4. kennslustund
Spurningakeppni um mannréttindi
Hvað eru réttindi? Hver ættu mannréttindi okkar að vera?
Markmið
Að nemendurnir læri um alþjóðlega viðurkennd mannréttindi.
Verkefni nemenda
Nemendur svara fjölvalsspurningum og ræða hvað svörin hafa í för með sér.
Gögn
Spjöld handa hverjum nemanda, með lausnunum aftan á (dreifiblað 5.5).
Aðferð
Fjölvalsspurningar.
Ábendingar
Þó að mannréttindi séu lifandi hugtak og þar af leiðandi í stöðugri þróun er inntak þeirra og um-
fang skilgreint í alþjóðalögum. Spurningakeppnin um mannréttindi sem hér fer á eftir, og ekki
ætti að nota sem próf í þekkingu, fær nemendur til að átta sig á því á hvaða stigi við erum núna
í mannréttindamálum. Hún ætti einnig að stuðla að því að lagaramminn á sviði mannréttinda sé
ekki mistúlkaður.
Áður en kennslustundin hefst ætti kennarinn að merkja við hvort spurningarnar tengjast samn-
ingum á vegum SÞ eða Evrópuráðsins. Einnig gæti verið gagnlegt að byrja á stuttri útskýringu á
orðum og hugtökum sem eru notuð, svo sem SÞ, Evrópuráðið (sem ekki má rugla saman við leið-
togaráðið í Evrópusambandinu), mannréttindi, þjóð/ríki, mismunun, dómari eða réttarhald.
1...,116,117,118,119,120,121,122,123,124,125 127,128,129,130,131,132,133,134,135,136,...212
Powered by FlippingBook