Lifað í lýðræði - page 122

120
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Brot eða skerðing á mannréttindum
Mannréttindi
brotin
r. Börnin sem eiga heima í þorpinu geta ekki gengið í grunnskóla því að enginn slíkur skóli
fyrirfinnst í hæfilegri fjarlægð.
19
s. X gat ekki boðið sig fram í þingkosningum því að trúaryfirvöld landsins samþykktu það
ekki.
23
t. Þar sem X er svartur fær hann ekki vinnu sem læknir á sjúkrahúsinu.
20
u. Í sumum löndum hefur bágstatt fólk engan aðgang að mat eða húsnæðiskerfi og á ekki
kost á heilbrigðisþjónustu á viðráðanlegu verði.
26
v. Maðurinn X átti hús sem brann til grunna og gat ekki gert neina kröfu um bætur.
6
w. X, 47 ára gömul kona, sem hefur alltaf verið heimavinnandi húsmóðir og á fimm börn,
missir allar almannatryggingabætur um leið og hún skilur við manninn sinn.
22
x. X, sem er tveggja barna faðir, var fangelsaður og pyntaður í landinu X fyrir að hafa ort
ljóð þar sem stjórnvöld voru gagnrýnd. Umsókn hans um pólitískt hæli í landinu A var
hafnað. Hann hélt því fram að pyntingar biðu hans ef hann sneri heim en þangað verður
hann nú að fara.
13
y. Af svokölluðum hagkvæmnisástæðum er líkamlega fötluðu fólki, svo sem notendum
hjólastóla, ekki leyft að sækja menningarviðburði í leikhúsinu.
24
z. Þeir sem sækja um ríkisborgararétt í landinu X þurfa að hafa verið búsettir í fimmtán
ár í landinu og leggja fram vottorð um andlegt og líkamlegt heilbrigði auk þess að greiða
óhóflega hátt umsýslugjald. Afleiðingin er sú að þúsundir rómafólks, sem eiga sér langa
sögu í landinu, eru án ríkisfangs í eigin landi.
8
1...,112,113,114,115,116,117,118,119,120,121 123,124,125,126,127,128,129,130,131,132,...212
Powered by FlippingBook