Lifað í lýðræði - page 138

136
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Refsingar í skólum:
A. Leyfast ekki ef um er að ræða líkamlega refsingu.
B. Eru ekki bannaðar ef refsingin felst í andlegri
grimmd.
C. Þeim má aðeins beita ef foreldrar samþykkja það.
Refsingar í skólum:
A telst vera rétt því að Mannréttindadómstóll Evrópu
hefur margsinnis ályktað að líkamleg refsing sé brot
gegn Mannréttindasáttmála Evrópu (og þetta er í sam-
ræmi við túlkun Barnaréttarnefndarinnar á Barnasátt-
málanum). B er rangt því að bannið tekur til allra
grófra refsinga. Hvað varðar C, þá er hvergi kveðið á
um það að refsing sé beinlínis háð samþykki foreldra.
Í skólanum:
A. Ætti ekki að gefa umhverfismálum neinn gaum.
B. Ætti að kenna börnum að virða foreldra sína.
C. Ættu börn að læra um mannréttindi og kynnast
mannréttindum.
Í skólanum:
Svör B og C eru rétt. Í Barnasáttmálanum eru slík
ákvæði. Sáttmálinn kveður einnig á um að með
menntun skuli stefnt að virðingu fyrir umhverfinu.
Fyrir dómi:
A. Eiga allir afbrotamenn rétt á aðstoð lögmanns.
B. Er einungis hægt að sakfella fólk ef það hefur játað.
C. Á hinn ákærði rétt á ókeypis þjónustu túlks ef hann
kann ekki tungumálið sem notað er fyrir dóminum.
Fyrir dómi:
Svör A og C eru rétt.
Pyntingar:
A. Eru leyfilegar ef þeim er beitt til að hindra hryðju-
verkaárásir.
B. Eru aðeins leyfðar að fengnu samþykki dómara.
C. Eru aldrei leyfðar.
Pyntingar:
C er rétt (pyntingar leyfast ekki einu sinni þó að
þjóðaröryggi sé í húfi).
Rétturinn til lífs er brotinn ef:
A. Maður deyr í slysi sem má rekja til þess að lögregla
hafi verið að forða öðrum frá lífshættulegri árás.
B. Maður deyr af völdum stríðsátaka, jafnvel þó að
þau hafi verið lögleg.
C. Maður deyr eftir ónauðsynlega valdbeitingu lög-
reglu.
Rétturinn til lífs er brotinn ef:
C er rétt. Í dæmi A væri rétturinn til lífs brotinn ef
lögregla beitti meira valdi en ýtrasta nauðsyn krefði.
Samkvæmt réttinum til húsnæðis:
A. Eru öll ríki skyldug til að tryggja að enginn sé
heimilislaus.
B. Ætti útlendingum að bjóðast sama aðgengi að fé-
lagslegu húsnæði og þegnum landsins.
C. Ætti ríkið að sjá til þess að færra fólk sé heimilis-
laust.
Samkvæmt réttinum til húsnæðis:
Svör B og C eru rétt.
Samkvæmt réttinum til heilbrigðisþjónustu:
A. Eru stjórnvöld ekki skyldug til að koma í veg fyrir
vinnuslys.
B. Skulu allir hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu.
C. Skulu lyf vera ókeypis.
Samkvæmt réttinum til heilbrigðisþjónustu:
B er rétt. Varnir gegn vinnuslysum teljast vera skylda.
Selja má lyf.
Samkvæmt réttinum til ferðafrelsis:
A. Má af öryggisástæðum banna manni að velja sér
tiltekið aðsetur.
B. Er það mannréttindabrot að synja manni, sem ekki
hefur gerst sekur um glæp, um vegabréfsáritun.
C. Má setja afbrotamann í fangelsi.
Samkvæmt réttinum til ferðafrelsis:
Svör A og C eru rétt. Synja má hverjum sem er um
vegabréfsáritun, ekki aðeins afbrotamönnum. Einnig
má takmarka ferðafrelsi í þágu heilbrigðis almennings,
allsherjarreglu eða þjóðaröryggis, ef lög kveða á um
slíkt.
1...,128,129,130,131,132,133,134,135,136,137 139,140,141,142,143,144,145,146,147,148,...212
Powered by FlippingBook