Lifað í lýðræði - page 148

146
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Nokkrir nemendur lesa dæmin sín upphátt í hópumræðunum. Kennarinn ítrekar síðan muninn
á siðferðilegri ábyrgð (sem fólk tekur á sig út frá eigin gildismati og skoðunum) og lagalegum
skyldum, sem stjórnvöld leggja fólki á herðar. Togstreitan milli þessara tveggja þátta getur knúið
þegnana til að gagnrýna lög sem þeir eru ekki samþykkir og vinna að því að breyta þeim. Þeir geta
jafnvel, í vissum tilvikum, ákveðið að brjóta lög af ástæðum sem þeir telja siðferðilega réttmætar.
Sagan sýnir mörg dæmi þess að fólk hafi brotið lög til að andmæla þeim eða til að gera uppreisn
gegn harðstjórnum. Kennarinn gæti lýst þessu með nokkrum dæmum úr sögu landsins eða ná-
grannalanda. Hann verður að árétta að slíkum aðgerðum ber ekki að taka af léttúð því að þær geta
grafið undan réttarríkinu sem er grundvöllur trausts lýðræðis.
Athugasemd
Siðferðilega vandamálinu sem tekið er fyrir í þessari kennslustund svipar mjög til hins þekkta
„Vandamáls Heinz“ sem bandaríski sálfræðingurinn Lawrence Kohlberg kom fram með á sjötta
áratugnum. Þetta var eitt af mörgum dæmum um tvo vonda kosti sem Kohlberg og samstarfsmenn
hans lögðu fyrir ungmenni með þriggja ára millibili eða svo þegar þau voru á aldrinum 10 til 25
ára. Þeir komust að því að á þessum tíma varð þróunin yfirleitt þannig hjá ungmennunum að þau
yngstu beittu sjálfmiðuðum röksemdum en unglingarnir beittu röksemdum sem voru einstaklings-
miðaðri. Á táningsaldri þróuðust þau síðan flest yfir í það að beita samfélagsmiðuðum röksemdum;
þó að samhengið og eðli vandamálsins geti ráðið nokkru um það hvers konar röksemdir fólk notar
hverju sinni. Ung börn hneigjast til að líta svo á að reglur og lög séu ósveigjanleg. Þau átta sig ekki
á samfélagslegum tilgangi þeirra, heldur horfa eingöngu til valds þess sem reglurnar setur. Á ung-
lingsárum gera ungmennin sér betur grein fyrir því að lög hafa samfélagslegan tilgang, sem hægt
er að endurskoða, efast um og gagnrýna fyrir að vera siðferðilega rangur eða óréttlátur.
1...,138,139,140,141,142,143,144,145,146,147 149,150,151,152,153,154,155,156,157,158,...212
Powered by FlippingBook