Lifað í lýðræði - page 150

148
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Kennarinn kynnir ímyndaða bréfið til bæjarblaðsins. Í því eru kvartanir yfir tveimur félagslegum
vandamálum sem valda íbúum bæjarins áhyggjum.
Kennarinn biður nemendur í sameiningu að: a) skilgreina vandamálin og b) útbúa lista (í tengslum
við bæði vandamálin) yfir fólk sem hugsanlega ber ábyrgð á vandanum. Kennarinn getur aðstoðað
með því að draga upp hugarkort á töfluna eins og hér er sýnt.
Hverjir tengjast þessu máli á einhvern hátt?
Vandamál:
Lausir hundar
Hundaeigendur
Hundar
Stjórnmálamenn
Börn
Aðrir
Hópvinna
1. þrep
Bekknum er skipt í þriggja til fjögurra manna hópa. Allir nemendurnir í hópnum fá úthlutað stiga-
fjölda sem samsvarar fjölda aðila málsins.
2. þrep
Hver og einn skiptir fyrst stigunum milli aðilanna eftir því hvernig hann telur að ábyrgðin á vanda-
málinu ætti að deilast milli þeirra. Til dæmis fengju börn og hundar líklega ekkert stig en stigin
gætu deilst jafnt á hundaeigendur og stjórnmálamenn, þeir gætu líka fengið misjafnlega mörg stig.
3. þrep
Þegar allir í hópnum hafa ákveðið sig skiptast þeir á skoðunum og tilgreina ástæðurnar fyrir
ákvörðun sinni. Nemendur geta skipt um skoðun á þessu stigi. Loks leggur hver hópur saman stigin
sem hver aðili hlýtur. Það sýnir hvernig hópurinn í heild telur að ábyrgðin á þessu vandamáli ætti
að dreifast.
Kennarinn ræðir niðurstöður hópanna við bekkinn. Hann kannar þær ólíku skoðanir sem koma
fram og kallar eftir röksemdunum sem liggja að baki úrskurði nemendanna.
Ef tíminn leyfir má endurtaka æfinguna með vandamálinu varðandi ruslið. Einnig má taka fyrir
vandamál sem snýst um umhverfi skólans eða gerir meiri kröfur til hópsins.
1...,140,141,142,143,144,145,146,147,148,149 151,152,153,154,155,156,157,158,159,160,...212
Powered by FlippingBook