Lifað í lýðræði - page 152

150
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
4. kennslustund
Hvers vegna verður fólk virkir þjóðfélagsþegnar?
Hvers vegna vill fólk breyta þjóðfélaginu og hvernig fer það að því?
Markmið
Að íhuga ástæður þess að fólk tekur á sig ábyrgð á þjáningum annarra.
Að kanna hlutverk frjálsra félagasamtaka í borgaralegu samfélagi.
Verkefni nemenda
Nemendur setja saman frásögn í hópvinnu.
Þeir setja fram tilgátur um ástæður félagsmótaðrar hegðunar.
Þeir íhuga hlutverk frjálsra félagasamtaka.
Þeir kanna í hópvinnu störf frjálsra félagasamtaka eða baráttumanna fyrir félagslegum umbótum.
Nemendur kynna niðurstöður sínar í hópum.
Gögn
Eintök af miðunum um Jelenu Santic (dreifiblað 6.4) sem búið er að klippa til.
Heimildir sem nemendur geta stuðst við.
Efni fyrir hópkynningar, t.d. stór blöð og merkipennar í ýmsum litum.
Aðferðir
Hópvinna, siðferðileg rök, athuganir, samkomulag, gagnrýnið mat, hópkynning.
Hugtakanám
Félagslegar aðgerðir
: Aðgerðir sem borgarar eða þegnar samfélags grípa til í því skyni að taka
á félagslegu vandamáli.
Ríkisborgari
: Einstaklingur sem á löglega aðild (ríkisborgararétt) að þjóðfélagi. Ríkisborgararétti
fylgja réttindi og skyldur en mismunandi er hversu mikla ábyrgð fólk telur sig bera á því sem
gerist í samfélaginu.
Virkur þjóðfélagsþegn
: Einstaklingur sem tekur þátt í opinberum aðgerðum til að bregðast við
vandamálum í samfélaginu.
Frjáls félagasamtök
: Samtök sem stofnuð eru og studd af almennum borgurum (ekki stjórnvöld-
um) til að taka á félagslegu vandamáli. Frjáls félagasamtök eru opinber, ekki leynileg, og starfa
innan vébanda samfélagsins að því að koma á breytingum. Þau einbeita sér oft að málum þar
sem réttindi fólks eru ekki nægilega varin eða viðurkennd af stjórnvöldum. Frjáls félagasamtök
geta unnið með stjórnvöldum eða í andstöðu við þau. Í lýðræðisþjóðfélögum eru lög sem leyfa
frjálsum félagasamtökum að starfa og veita þeim lagaleg réttindi og vernd.
Borgaraleg samtök
: Fólk og stofnanir sem beita sér fyrir félagslegum aðgerðum, utan starfs-
vettvangs stjórnvalda, teljast tilheyra borgaralegum samtökum. Borgaraleg samtök eiga þátt í að
skapa tengsl milli einstakra þjóðfélagsþegna og stjórnvalda.
1...,142,143,144,145,146,147,148,149,150,151 153,154,155,156,157,158,159,160,161,162,...212
Powered by FlippingBook