Lifað í lýðræði - page 162

160
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
7. KAFLI
Bekkjarblað
Að fá innsýn í miðla með því að búa til fréttablað
Nálægð og áhrifamáttur ýmissa miðla hefur farið vaxandi um allan heim undanfarin ár. Eftir því
sem líf okkar verður flóknara og háðara öðrum reiðum við okkur meira á upplýsingar til að öðlast
skilning á þeim áhrifavöldum sem eru að verki í kringum okkur. Við erum háð einhvers konar upp-
lýsingamiðlum með allar upplýsingar um það sem nær út fyrir persónulegan reynsluheim okkar og
beina skynjun.
En aðgengi fólks að öllum þessum miðlum er mjög mismunandi. Það ræður miklu um það hversu
upplýstur einstaklingurinn verður og hvort hann getur haft áhrif og öðlast völd. Annað alvarlegt
vandamál er ritskoðun og hættan á villandi upplýsingum frá stjórnmálaflokkum, stjórnvöldum og
voldugum hagsmunaaðilum. Átök, þar á meðal þjóðfélagsbreytingar og stríðsátök, geta valdið því
að aðeins fáist einhliða og brenglaðar upplýsingar.
Þó að þessi gagnvirku tengsl, svo aðeins fátt sé nefnt, verði ekki beint til umfjöllunar í þessum kafla
um miðla eiga nemendurnir eftir að finna fyrir þeim þegar þeir bera saman prentmiðla landsins eða
héraðsins og dæma þá út frá tilteknum forsendum.
Aðferðin við miðlamennt í þessum kafla er sérstök. Með því að búa til eigin veggfréttablað fá nem-
endur nokkra innsýn í gerð dagblaða og læra þannig dálítið um raunveruleika fjölmiðla „innan
frá“. Reynsla af kennsluháttum sem þessum hefur sýnt að aðferðin veitir nemendum eins konar
beinan aðgang að prentmiðlum, sem annars eru fjarlægir þeirra daglega lífi. Nemendur skoða þessa
gerð miðla gagnrýnum augum. Þeir skoða einnig rafræna miðla og eigin notkun á þessum ólíku
miðlum frá nýju sjónarhorni. Þeir þróa með sér miðlalæsi.
Loks er hér gagnleg ábending: Þessi kafli er sérstakur fyrir það að hér er krafist og gefið tilefni til
þverfaglegrar kennslu og samvinnu. Textaskrif og leiðréttingar á texta geta fallið undir móður-
málskennslu og útlitshönnunin gæti verið verkefni í listkennslu. Í sumum tilvikum getur bekkur
þurft að byrja einn, með aðstoð annarra áhugasamra nemenda.
Veggfréttablaðið getur þurft nokkurn tíma til að sanna sig í skólalífinu þannig að aðrir kennarar
sannfærist um að það sé þess virði að taka þátt í verkefninu.
Menntun til lýðræðislegrar borgaravitundar og mannréttindamenntun
Miðlalæsi er einn lykillinn að því sem er aðalmarkmiðið í námi á sviði lýðræðislegrar borgaravit-
undar og mannréttinda, en það er virk þátttaka þjóðfélagsþegnanna í samfélaginu. Hér er yfirlit yfir
mikilvægustu þættina í miðlalæsi.
1. Samskiptafærni vísar til þess hvernig menn eiga almennt samskipti hver við annan. Félags-
legur veruleiki er í sjálfu sér ekki til. Frekar má segja að menn komi sér saman um hann
með félagslegum samskiptum; hann verður til þegar fólk á samskipti. Grunnurinn að þessari
almennu samskiptafærni er lagður þegar við lærum móðurmál okkar og hún þróast síðan
áfram þegar henni er beitt úti í samfélaginu.
2. Allir menn eru fæddir með þessa samskiptafærni. Færnin liggur í eðli okkar en hana þarf að
þjálfa, iðka og skerpa.
3. Miðlalæsi er undirhugtak samskiptafærni. Það vísar til þess hve margbreytilegir fjölmiðlar
eru; að notkun þeirra þarf að læra og æfa, til dæmis með verkefnum sem nemendum eru
sett fyrir. Prentmiðlar, þar á meðal veggfréttablaðið, eru mikilvæg tæki til samskipta sem
nemendur ættu að þekkja. Þeir eru þó aðeins einn liður í því meginmarkmiði sem stefnt er
að með miðlalæsi.
1...,152,153,154,155,156,157,158,159,160,161 163,164,165,166,167,168,169,170,171,172,...212
Powered by FlippingBook