Lifað í lýðræði - page 170

168
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
4. kennslustund
Fyrsta tölublaðið okkar!
Hvað gerum við svo?
Markmið
Að nemendur geti stýrt opinni umræðu og þeir átti sig á þeim erfiðleikum og afleiðingum sem það
hefur í för með sér að halda áfram verkefninu um veggfréttablaðið. Þeir geti tekið ákvörðun um
þetta og tekið ábyrgð á henni.
Verkefni nemenda
Nemendur verða að mynda sér skoðanir og ákveða hvernig þátttöku þeirra verði háttað í fram-
haldsverkefni.
Gögn
Tafla eða flettitafla.
Aðferð
Hópumræður.
Hugtakanám
Umræður (á ensku discussion, það að skiptast á röksemdum, ættað úr latínu discussio) eru
sérstakt form munnlegra samskipta tveggja eða fleiri einstaklinga þar sem fjallað er um eitt
eða fleiri málefni og hver aðili teflir fram sínum röksemdum. Umræður eiga að fara fram með
gagnkvæmri virðingu. Góð umræðuhefð krefst þess að mælendur leyfi öðrum sjónarmiðum og
skoðunum en sínum eigin að komast að og hvetji jafnvel til þess, og íhugi þau vandlega í stað
þess að hafna þeim fyrir fram. Persónueiginleikar eins og hugarró, stilling og kurteisi koma sér
vel fyrir báða aðila. Ákjósanlegt er að umræðurnar leiði til lausnar á vanda eða málamiðlunar
sem allir hlutaðeigandi geta sætt sig við.
Í nútímasamfélögum eru umræður kurteislegar, þær eru friðsamleg leið til að leysa deilur, jafna
hagsmunaárekstra og sætta ólík sjónarmið. Ágreiningsefni eru ekki þögguð niður heldur leyst.
Með því að þjálfa umræðufærni sína fá nemendur mikilvægt verkfæri til að vinna að og viðhalda
friði í samfélaginu.
1...,160,161,162,163,164,165,166,167,168,169 171,172,173,174,175,176,177,178,179,180,...212
Powered by FlippingBook