Lifað í lýðræði - page 169

167
........................................................................................................................................................................................................................................................................................
7. kafli – Miðlar
Kennslustundin
Nemendum er skipt í þriggja eða fjögurra manna hópa sem skiptast á skoðunum um það hvaða
efnisþættir í væntanlegu blaði geti gefið mikilvægar upplýsingar um skólalífið.
Kennarinn hefur útbúið lítið veggfréttablað fyrir hvern hóp með því að líma saman þrjú A4-blöð.
Nemendur fá síðan það verkefni að skipuleggja blaðið í grófum dráttum, þar á meðal nafn þess,
útlit og efnisþættina sem þeir hafa valið. Útkoman gæti verið í líkingu við þetta:
Nemendafréttir
Nýjustu fréttir
Íþróttir Helstu fréttir
Viðburðir Foreldrar
Málefni okkar
Tillögur hópanna eru sýndar á veggjum skólastofunnar og nemendur fá tíma til að lesa vegg-
spjöldin og mynda sér skoðun. Síðan tekur „ritstjórnarfundur“ eftirfarandi ákvarðanir:
• Nafn blaðsins (skoðanaskipti, umræður og lokaatkvæðagreiðsla).
• Val á þeim efnisþáttum sem teljast vera mikilvægastir og skipta mestu máli fyrir skólann og
nemendurna.
Nú mynda nemendur lítil teymi, jafnmörg og efnisþættirnir eiga að vera í tilvonandi blaði, og eitt
að auki sem á að sjá um vinnslu blaðsins.
Fyrst snýr vinnsluteymið sér að hagnýtum atriðum eins og útliti og framsetningu veggfrétta-
blaðsins. Áður hefur kennarinn sagt skólastjórnendum frá verkefninu og fengið heimild til að birta
blaðið í skólahúsnæðinu.
Meðan ritstjórnarteymin undirbúa fyrstu greinarnar fyrir hvern efnisþátt ræðir kennarinn tæknileg
atriði við vinnsluteymið.
Nemendum eru fengin verkefni sem þarf að vera lokið í næstu viku. Hvert ritstjórnarteymi skilar
grein og vinnsluteymið gengur frá veggfréttablaðinu, með öllum fyrirsögnum frágengnum, blað-
haus með heiti blaðsins og efnisþáttunum sem hafa verið valdir.
Þarna fá nemendur fyrst að sjá árangurinn af erfiði sínu en um leið reka þeir sig á erfiðleikana
sem eru útgáfunni samfara. Markmið þessarar aðferðar er að koma á fót föstu ritstjórnarteymi sem
birtir reglulega fréttir tengdar skólanum. Í teyminu verða sérlega virkir og áhugasamir nemendur
sem treysta má til að halda veggblaðsverkefninu úti í töluverðan tíma.
1...,159,160,161,162,163,164,165,166,167,168 170,171,172,173,174,175,176,177,178,179,...212
Powered by FlippingBook