Lifað í lýðræði - page 173

171
........................................................................................................................................................................................................................................................................................
7. kafli – Miðlar
Dreifiblað 7.1
Hvernig skrifa á grein
Grunnuppbygging greinar
1. Fyrirsögn
Fyrirsögn þarf að vera á öllum blaðagreinum og hún gegnir mikilvægu hlutverki: hún má ekki
ofbjóða lesandanum en þarf að fanga athygli hans og vekja löngun hans til að lesa meira.
Dagblaðalesendur renna hratt yfir síðurnar til að velja þær greinar sem vekja áhuga þeirra og því
eru fyrirsagnir nauðsynlegar til að fanga athygli lesandans. Hafið fyrirsagnir stuttar, notið stórt og
feitt letur og greinið þær vel frá textanum sem á eftir fer.
2. Inngangslínur
Inngangslínurnar eru yfirleitt fyrsta efnisgrein greinarinnar (þetta kalla framleiðendur dagblaða
„innganginn“). Yfirleitt eru þær auðkenndar með feitletri.
Inngangurinn gefur lesandanum mikilvægustu upplýsingarnar. Í upplýsandi inngangstexta finnur
lesandinn svör við lykilspurningunum.
Í ítarlegum greinum og öðrum textum sem höfða frekar til tilfinninga en staðreynda lýsa fyrstu
línurnar oft vettvangi á lifandi hátt. Hér er áhugi lesandans á framhaldinu ekki vakinn með hrein-
um staðreyndum heldur með stílbrögðum.
3. Málnotkun og stíll
Varfærin og vönduð málnotkun er jafnvel mikilvægari fyrir góða blaðagrein en rétt notkun greinar-
forms eða stíls. Ef við lítum á dagblað eins og hús gætu ólík form dagblaðatexta og framsetning
verið húsgögnin en orðin væru múrsteinarnir sem húsið væri byggt úr.
Við gætum einhvern veginn komist af án húsgagna en við gætum ekki búið í húsi án veggja. Til-
finningahlaðnar greinar sem „snerta okkur“ eru mjög vinsælar í dagblöðum. En gætið ykkar, of
mikið má af öllu gera!
Þá komum við að setningunni. Hafið setningarnar stuttar og einfaldar. Lesendur gætu átt erfitt með
að skilja setningar sem eru lengri en fjórtán orð. Og setningar sem eru 25 orð eða meira eru einfald-
lega óskiljanlegar. Varist ætíð flókna setningabyggingu með mörgum kommum og aukasetningum.
Venjið ykkur á að lesa hverja setningu strax og þið hafið skrifað hana. Er hún skýr og auðskilin?
Eru þarna einhver ónauðsynleg orð?
Stafsetningarvillur setja ekki bara ljótan svip á textann heldur ergja líka lesandann því að þær
draga athygli hans frá boðskapnum. Áður en þið skilið greininni þurfið þið að lagfæra hana – það
er kanna hvort upplýsingar eru réttar og nægar (að þær séu sannar og réttar), leita að málvillum,
gaumgæfa stílinn og ganga úr skugga um að textinn sé skiljanlegur.
1...,163,164,165,166,167,168,169,170,171,172 174,175,176,177,178,179,180,181,182,183,...212
Powered by FlippingBook