Lifað í lýðræði - page 182

180
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Hver hópur kynnir síðan hugmyndir sínar fyrir bekknum. Meðan kynningarnar fara fram ætti
kennarinn að reyna að benda nemendum á nokkur lykilviðmið sem hægt er að beita á lög og stuðla
að því að þau verði góð. Meðal þeirra eru:
• Sanngirni – réttlæti og jöfnuður, svo sem sömu laun handa körlum og konum.
• Gagnsemi – lögin tryggja að samfélagið virki vel, svo sem lög um akstur sem gera umferð
öruggari.
• Almannahagur – lögin styðja ekki eingöngu hagsmuni tiltekinna hópa, til dæmis hinna ríku.
• Lög séu framkvæmanleg – meirihlutinn vill fara eftir þeim, lögreglan getur handsamað þá
sem brjóta þau.
• Einfaldleiki – lögin eru auðskiljanleg og auðvelt að fara eftir þeim, ekki of flókin.
Þegar bekkurinn hefur komið sér saman um þessi viðmið eru þau skrifuð á flettitöflu svo að allir
geti séð þau. Yfirskriftin ætti að vera „Hvað einkennir góð lög?“.
Nú biður kennarinn nemendahópana að kynna sér lög eða löggjöf landsins um tiltekið efni (til
dæmis áfengislöggjöfina). Þetta efni mætti afhenda á dreifiblöðum eða beina nemendum á netið.
Ef meiri tími gefst geta nemendur náð sér í annað efni sem þeir hafa áhuga á, til dæmis um réttindi
og skyldur barna og unglinga. Hóparnir fá hver sinn merkipenna og stórt blað og eru beðnir að
útbúa kynningu fyrir bekkinn sem snýst um það hvort þeim þykja lögin eða löggjöfin sem þeir hafa
valið góð eða ekki – út frá meginviðmiðunum sem þeir voru áður búnir að skilgreina og eru birt á
veggnum í skólastofunni.
Hóparnir kynna niðurstöður sínar fyrir bekknum.
Lokaæfing eða heimaverkefni nemenda gæti verið að leggja fram tillögu um ný lög eða nýja skóla-
reglu um málefni sem þeir velja sér, til dæmis umhverfið, og undirbúa rökstuðning fyrir gildistöku
þeirra samkvæmt meginviðmiðunum sem þeir hafa skilgreint.
1...,172,173,174,175,176,177,178,179,180,181 183,184,185,186,187,188,189,190,191,192,...212
Powered by FlippingBook