Lifað í lýðræði - page 101

99
............................................................................................................................................................................................................................................................................
4. kafli – Ágreiningur
Upplýsingar
Alþjóðlegar reglur um hvað leyfilegt er í stríði (svokallaðir Genfarsamningar) leggja ekki algjört
bann við hervæðingu, en harðbanna tiltekin hernaðarinngrip og vopn. Ein meginreglan er sú að
ekki skuli beita hervaldi gegn hlutlausum stöðum og að árásir skuli hvorki vera handahófskennd-
ar né í ósamræmi við aðstæður: til dæmis skal gera viðeigandi varúðarráðstafanir til að forðast
mannfall meðal almennra borgara með því að beita ekki kraftmestu sprengjunum gegn hernað-
arskotmörkum þar sem kraftminni sprengjur dygðu. Með því móti væri hægt að koma í veg fyrir
mannfall meðal óbreyttra borgara og dauðsföll saklausra aðila (svokallaðan „fylgiskaða“). En eins
og fyrr segir merkir þetta ekki að Genfarsamningarnir um hvað leyfilegt sé í stríði telji fylgiskaða
óásættanlegan, heldur er reynt að draga úr honum.
Dæmi 3
X, ungur maður sem starfar sem tæknimaður á sjúkrahúsi, gengur iðulega í skrokk á konunni sinni
þegar hann kemur drukkinn heim. Konan hans tilkynnti einu sinni lögreglunni um barsmíðar eig-
inmannsins sem hafa stundum alvarlegar afleiðingar. Nágrannakona þeirra, sem komst af tilviljun
að þessu, getur nú gert sér í hugarlund hvað gengur á hjá nágrönnunum þegar hún heyrir hróp
þeirra og köll.
Spurningar:
1. Ætti nágrannakonan að hafa samband við lögregluna í slíkum tilvikum eða flokkast það
undir óviðeigandi afskipti af einkalífi nágrannanna?
2. Ætti lögreglan að hafa afskipti af málum þegar hún fær tilkynningar frá einhverjum um
grunsamlegt athæfi?
Upplýsingar
„… Ríki ættu að fordæma ofbeldi gagnvart konum og ekki beita fyrir sig venjum, siðum eða trúar-
legum ástæðum til að komast hjá skuldbindingum sínum að því er varðar afnám þess. Ríki ættu hið
fyrsta að leita allra leiða til að afnema ofbeldi gagnvart konum og í því skyni að:
(a) íhuga, hafi þau ekki þegar gert það, að fullgilda eða gerast aðilar að samningi um afnám allrar
mismununar gagnvart konum eða láta af fyrirvörum sínum við samninginn;
(b) láta af ofbeldi gagnvart konum;
(c) gera sitt ýtrasta til að koma í veg fyrir, rannsaka og, í samræmi við innlenda löggjöf, refsa fyrir
ofbeldi gagnvart konum hvort sem ríkið eða einstaklingar eiga sök þar á …“
Úr Yfirlýsingu um afnám ofbeldis gagnvart konum (1993).
Dæmi 4
Leó, 13 ára, er grannur og frekar lítill eftir aldri. Hann er oft lagður í einelti af nokkrum eldri
strákum þegar hann er úti að leika sér á leikvelli bæjarins. Einhverju sinni svarar hann fyrir sig og
segir að þeir eigi ekki alltaf að vera að kvelja sig og að þeir hagi sér eins og vitleysingar sem ekkert
kunni eða viti. En stóru strákarnir svara með því að lúberja hann. Vinur Leós sér hvað er að gerast
þegar hann kemur inn á leikvöllinn. Nokkrir eldri borgarar sjá líka til þeirra þegar þeir rölta yfir
leikvöllinn á leið heim úr matvörubúðinni.
Spurningar:
1. Ætti vinur Leós að skerast í leikinn í þessu tilviki? Hvernig?
2. Ættu eldri borgararnir að skerast í leikinn? Hvernig?
3. Hvað annað leggið þið til?
Sem aukaverkefni gætu nemendurnir samið bréf til stóru strákanna þar sem þeir segja þeim hvað
þeim finnst um hegðun þeirra. Þetta gæti verið heimaverkefni eða verkefni fyrir þá hópa sem vinna
hraðar en hinir.
1...,91,92,93,94,95,96,97,98,99,100 102,103,104,105,106,107,108,109,110,111,...212
Powered by FlippingBook