Lifað í lýðræði - page 102

100
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Heimildablað kennara
Alþjóðleg mannúðarlög
Hvað eru alþjóðleg mannúðarlög?
Alþjóðleg mannúðarlög (AML) innihalda bæði mannúðarreglur og alþjóðlega samninga þar sem
leitast er við að bjarga mannslífum og draga úr þjáningum stríðandi aðila og einnig þeirra sem ekki
taka beinan þátt í vopnuðum átökum. Helstu lögbundnu samningarnir eru Genfarsamningarnir frá
1949, fjórir sáttmálar sem undirritaðir hafa verið af nánast öllum þjóðum heims. Samningarnir
kveða á um grundvallarréttindi stríðandi aðila sem flytja þarf, særða, veika eða handtekna, af vett-
vangi, sem og almennra borgara. Í viðbótarbókununum frá 1977 við Genfarsamningana er kveðið
á um enn frekari réttindi.
Hverjum veita AML vernd? Veita AML mér vernd?
AML vernda særða, veika eða handtekna liðsmenn vopnaðra herja, og einnig almenna borgara.
Særðum mönnum og sjúkum – hverrar þjóðar sem þeir eru – skal safna saman og veita umönnun
samkvæmt ákvæðum fyrsta Genfarsamningsins. Hvorki má lífláta þá né láta þá sæta pynting-
um eða líffræðilegum tilraunum. Þeim ber að fá viðeigandi umönnun og vernd gegn ránum eða
grimmilegri meðferð. Samningurinn verndar einnig hjúkrunarlið, starfslið trúarsamtaka á vegum
hersveita, hjúkrunarbúnað og hreyfanlegar hjúkrunarsveitir.
Samkvæmt ákvæðum annars Genfarsamningsins skal vernda særða, sjúka og skipreika sjóliða á
hafi. Þeir skulu njóta sömu verndar og hermenn á landi, sem löguð er að aðstæðum á hafi úti.
Spítalaskip njóta verndar.
Stríðsfangar, sem verndaðir eru samkvæmt ákvæðum þriðja Genfarsamningsins, skulu njóta mann-
úðlegrar meðferðar og skal þeim séð fyrir vistarverum, nægilegum mat og drykkjarvatni, nauðsyn-
legum klæðnaði og læknisaðstoð. Þeir skulu hvorki sæta pyntingum né neins konar læknisfræði-
legum tilraunum og njóta verndar gegn ofbeldi, móðgunum og hnýsni almennings. Reglur þessar
gilda einnig um stríðsfréttaritara og almenna borgara sem fylgja hersveitum og teknir eru höndum.
Almennir borgarar njóta verndar samkvæmt fjórða Genfarsamningnum. Stríðandi aðilar skulu
ávallt greina á milli almennra borgara og hermanna og beina hernaðaraðgerðum sínum aðeins
gegn skotmörkum. Búa skal almennum borgurum aðstöðu til að lifa eins eðlilegu lífi og unnt er.
Þeir skulu njóta verndar gegn lífláti, pyntingum, ránum og gripdeildum, hefndaraðgerðum, eyði-
leggingu eigna og gíslatöku. Virða skal heiður þeirra og rétt til fjölskyldu sem og trúarbrögð þeirra
og trúariðkun. Hernámsaðilum ber að leyfa frjálsan flutning á nauðsynlegum matvælum og lyfjum
og sjúkragögnum og að koma upp sjúkrahúsi og vernduðum svæðum fyrir særða, veika og aldraða,
og fyrir börn, þungaðar konur og sængurkonur. Þessi samningur kveður á um sérstaka vernd fyrir
konur og börn. Starfsfólk sjúkrahúsa sem annast þessa einstaklinga skal njóta virðingar og verndar.
Í Genfarsamningunum er þess farið á leit að Alþjóðaráð Rauða krossins, landsfélög Rauða krossins
eða Rauða hálfmánans eða önnur mannúðarsamtök taki að sér þau mannúðarstörf sem aðilar átak-
anna viðurkenna að séu leyfileg.
Er munur á alþjóðlegum mannúðarlögum (AML) og lögum um mannréttindi?
Já, en saman mynda þau nauðsynlega heild. Í báðum tilvikum er leitast við að vernda einstaklinga
gegn hættum og stuðla að mannlegri reisn, en þau gilda um ólíkar aðstæður og meginsáttmálar
1...,92,93,94,95,96,97,98,99,100,101 103,104,105,106,107,108,109,110,111,112,...212
Powered by FlippingBook