Lifað í lýðræði - page 93

91
............................................................................................................................................................................................................................................................................
4. kafli – Ágreiningur
1. kennslustund
Lausn ágreiningsmála
Hvernig er hægt að leysa alvarlegan ágreining?
Markmið
Að kynnast sex-þrepa aðferð við lausn á ágreiningi.
Verkefni nemenda
Rannsaka ágreining; finna lausnir.
Gögn
Pappírsarkir eða stílabækur og pennar.
Dreifiblað 4.1.
Aðferð
Allur bekkurinn vinnur saman; einnig geta tveir og tveir unnið saman.
Hugtakanám
Ágreiningsmál eru hluti af daglegu lífi. Ekki þarf að líta á þau sem neikvæða upplifun heldur
sem hagsmunaárekstra milli einstaklinga eða hópa. Í stjórnmálum eru ágreiningsmál jafnvel
mikilvægur þáttur í opinberri umræðu. Aðeins með opinni umræðu um ágreiningsmál og leit að
málamiðlun finna allir samfélagshópar að rödd þeirra heyrist og þeir séu marktækir. Hægt er að
tileinka sér þá hæfni sem þarf til að leysa ágreining (leita málamiðlunar). Það er markmiðið með
þessari kennslustund.
Eftirfarandi lýsingar á lausn ágreinings koma fyrir í þessari kennslustund og mikilvægt er að
kennarinn hafi merkingu þeirra á valdi sínu.
Sigur-sigur: lýsir aðstæðum þar sem báðir aðilar hafa sama hag af lausn ágreiningsins og finnst
þeir hafa fengið það sem þeir sóttust eftir. Litið er á þetta sem farsælustu lausnina þar sem það
tryggir að ágreiningurinn rísi ekki aftur.
Sigur-tap eða tap-sigur: lýsir aðstæðum þar sem niðurstaða ágreiningsins er sú að að annar að-
ilinn hefur betur en hinn. Við slíkar aðstæður er hætta á að ágreiningurinn komi aftur upp þar
sem sá sem varð undir fékk lítið fyrir sinn snúð.
Tap-tap: lýsir aðstæðum þar sem hvorugur aðilinn hagnast á niðurstöðu málsins. Yfirleitt lægir
ófriðaröldurnar aðeins tímabundið við þessar aðstæður og líklegast er að ágreiningurinn rísi
aftur.
1...,83,84,85,86,87,88,89,90,91,92 94,95,96,97,98,99,100,101,102,103,...212
Powered by FlippingBook