Lifað í lýðræði - page 94

92
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
Kennslustundin
Kennarinn hefur kennslustundina með því að skrifa orðið „ÁGREININGUR“ vinstra megin á töfl-
una. Nemendur eru síðan beðnir að skrifa á blað þau orð og hugtök sem þeim detta í hug í tengslum
við orðið „ágreiningur“.
Þetta er síðan endurtekið, en nú er það orðið „FRIÐUR“ sem kennarinn skrifar hægra megin á töfl-
una. Hann biður síðan u.þ.b.tíu nemendur að afhenda sér það sem þeir skrifuðu. Niðurstöðurnar eru
skrifaðar upp á töfluna og nemendur svara eftirfarandi spurningum:
• Vekja einhver þessara orða undrun þeirra?
• Virðast öll orðin sem tengjast ágreiningi vera neikvæð á meðan orðin sem tengjast friði hafa
jákvæða merkingu?
Kennarinn biður síðan nemendur að nefna dæmi um ágreining sem þeir sjálfir hafa lent í eða þeir
hafa orðið vitni að. Hann biður þá að velta fyrir sér hvort þessi ágreiningsmál falla í flokk þeirra
mála sem hægt er að leysa, sem er þá fyrsta skrefið til málamiðlunar, eða í þann flokk mála sem
ekki er hægt að leysa. Hann gerir þeim síðan grein fyrir því að ágreiningur þurfi ekki að leiða til
ofbeldis og að til séu uppbyggilegri aðferðir til að leysa deilur.
Kennarinn lýsir síðan fyrir þeim tilteknu dæmi um ágreining sem upp kann að koma innan fjölskyldu.
„Kötu, 18 ára, langar til að horfa á vídeómynd sem hún er nýbúin að fá hjá vini sínum. Martin, 15
ára bróðir hennar, vill helst horfa á uppáhaldsþáttinn sinn í sjónvarpinu.“
Kennarinn fær hverjum nemanda eintak af dreifiblaði 4.1 og fer að rannsaka þennan ágreining
með sex-þrepa aðferðinni sem lýst er hér á eftir.
Allur hópurinn veltir fyrir sér fyrstu tveimur þrepunum undir leiðsögn kennarans, sem vill finna út
hvað það er sem báðir aðilar „þurfa“, og setur fram skýra skilgreiningu á ágreiningnum.
Í fyrsta þrepi er mikilvægt að koma orðum að raunverulegum þörfum viðkomandi aðila á hlut-
lausan hátt. Huga skal að því hverjar hinar raunverulegu þarfir eru sem liggja að baki vandanum
þar sem þær geta verið allt aðrar en aðilarnir sjálfir láta í ljós. Í öðru þrepi er vandinn sem veldur
ágreiningnum settur fram með orðalagi sem báðir aðilar geta sæst á.
Í þriðja þrepi skal svo leita hugsanlegra lausna. Á þessu stigi skal hvorki gera athugasemdir við
né dæma lausnirnar – öllum tillögum skal tekið með opnum hug. Í þriðja þrepi geta tveir og tveir
unnið saman, og síðan má skiptast á skoðunum (eða skipta um félaga?). Kennarinn kynnir síðan
fyrir nemendum hvernig hugtökunum „tap-tap“, „sigur-tap“, „tap-sigur“ og „sigur-sigur“ er beitt
við greiningu á lausnum og segir þeim að hafa þá aðferðafræði í huga við mat á lausnum sínum
(fjórða þrep).
Komist nemendur að því að engin lausnanna leiði til þess að báðir aðilar verði sáttir (sigur-sigur) fá
þeir að velta málinu betur fyrir sér. Ávallt munu þó eiga sér stað tilvik þar sem óhugsandi er að báðir
deiluaðilar verði sáttir. Þegar hóparnir hafa gert grein fyrir niðurstöðum sínum bendir kennarinn þeim
á að nú geti þeir komið sér saman um hver besta lausnin sé (fimmta þrep). Við raunverulegar aðstæður,
þegar þessari aðferð er beitt við að leysa ágreining, verða viðkomandi aðilar að sætta sig við lausnina.
Að lokum kynnir kennarinn stuttlega hvernig nota má sjötta þrepið. Megininntak sjötta þreps er að
eftir tiltekinn tíma (nokkrar mínútur, klukkustundir, daga eða vikur, allt eftir því hvers eðlis ágrein-
ingurinn er) skuli leggja mat á lausnina og, ef nauðsyn krefur, breyta henni eftir aðstæðum.
Í samantekt stýrir kennarinn umræðum um hvort verkfæri á borð við sex-þrepa aðferðina geti
komið að gagni og við hvaða aðstæður og hvaða áhrif það hefði ef fólki væri almennt kunnugt
um slíkt verkfæri og notaði það. Þetta skal síðan ræða um með tilliti til alls konar hópa og í ýmsu
samhengi, sjá eftirfarandi dæmi:
• jafnaldrar;
• fjölskylda;
• bekkur;
• skóli;
• ríki;
• stríð;
• íþróttir.
1...,84,85,86,87,88,89,90,91,92,93 95,96,97,98,99,100,101,102,103,104,...212
Powered by FlippingBook