Lifað í lýðræði - page 90

88
Lifað í lýðræðisríki
................................................................................................................................................................................................................................................................................
4. kafli Ágreiningur
Hvað á að gera ef við erum ósammála?
Friðarhugtakið hefur mismunandi inntak eftir menningarheimum. Í austrænni menningu er lögð
áhersla á innri frið (frið í huga og hjarta) en í hinum vestræna heimi er litið svo á að friðurinn
vísi til ytra umhverfis mannsins (að ekki ríki stríðsástand). Í Indlandi er orðið „shanti“ til dæmis
notað um frið en það merkir fullkomna reglu hugans eða sálarró. Gandhi byggði heimspeki sína
og baráttuaðferðir á hugtakinu „ahimsa“ sem táknar í víðri merkingu það að forðast allt skaðlegt.
Hann sagði: „Í bókstaflegri merkingu þýðir ahimsa ofbeldisleysi. En fyrir mér hefur það miklu æðri,
óendanlega miklu æðri merkingu. Það merkir að þú mátt ekki særa neinn; þú mátt ekki ala með þér
fjandsamlegar hugsanir, jafnvel ekki um þá sem þú telur óvini þína. Fyrir þeim sem fylgir þessari
kenningu eru óvinir ekki til“. Hjá Maya-indíánum vísar friður til hugtaksins velferð og tengist
hugmyndinni um fullkomið samræmi milli ólíkra sviða lífsins.
15
„Jákvæður friður“ lýsir aðstæðum þar sem sameiginlegur vilji allra beinist að því að friður ríki
og öllu sem ógnar friði sé rutt úr vegi. Lögð er áhersla á félagslegt réttlæti og þar með er friðar-
hugmyndin komin lengra áleiðis; friður snýst ekki bara um að vera laus við ótta, ofbeldi og stríð.
Hann felur í sér að friðsamlegar leiðir séu farnar við að leysa ágreining og leitast er við að kalla
fram hæfileika bæði einstaklinga og hópa til að takast á við félagsleg vandamál á uppbyggilegan
hátt. Meðal MLB-kennara snýst friður einnig um að efla lýðræðisleg vinnubrögð í kennslustofunni,
fjalla um völd og misbeitingu valds og leitast ávallt við að fá nemendur til að hlusta og ræða mál-
efnalega saman og leggja áherslu á að leysa ágreining.
16
Er ofbeldi eðlilegt? Margir trúa því að menn séu í eðli sínu ofbeldisfullir og af því leiði að við get-
um ekki forðast stríð, átök og annað ofbeldi í lífi okkar og samfélögum. Aðrir sérfræðingar á þessu
sviði halda því fram að við getum forðast ofbeldisfullar hugsanir, tilfinningar og athafnir. Sevilla-
yfirlýsingin um ofbeldi sem tekin var saman árið 1986 af hópi vísinda- og fræðimanna frá ýmsum
löndum, úr norðri og suðri, austri og vestri, staðfestir þetta, en þar segir:
„1. Það er vísindalega rangt að halda því fram að við höfum erft stríðshneigðina frá forfeðrum
okkar í dýraríkinu … Hernaður er fyrirbæri sem einskorðast við menn og fyrirfinnst ekki hjá
öðrum dýrum …
2. Til eru menningarhópar sem hafa ekki átt í stríði öldum saman og svo eru aðrir sem hafa oft
háð stríð á tilteknum tímabilum en ekki öðrum …
3. Það er vísindalega rangt að halda því fram að stríð eða önnur ofbeldisfull hegðun sé erfða-
fræðilega forrituð í mannlegt eðli okkar …
4. Það er vísindalega rangt að halda því fram að menn séu með „ofbeldisfullan heila“ … hegðun
okkar er mótuð af því hvernig við höfum verið skilyrt og félagslega mótuð …“
Flest erum við sprottin úr umhverfi sem hefur vanið okkur á harkaleg viðbrögð og ofbeldi. Við
lærum að hugsa, finna til og bregðast við með hörku og í sumum tilvikum með ofbeldi. Hvar sem
við eigum heima erum við háð félagslegum og menningarlegum þrýstingi sem krefst þess að við
lesum um ofbeldi, horfum á ofbeldi og heyrum um ofbeldi, nær látlaust. Sjónvarpsþættir, auglýs-
ingar, dagblöð, tölvuleikir og kvikmynda- og tónlistarframleiðendur eiga hér stóran hlut að máli.
Áður en barn kemst á unglingsár hefur það séð þúsundir morða og ofbeldisverka með því einu að
horfa á sjónvarp. Nútímaþjóðfélög verja ofbeldi, hvort sem þau gera það meðvitað eða ekki. Litið
er á ofbeldi sem jákvætt fyrirbæri. Í flestum menningarheimum er það talið merki um veikleika að
15. Texti úr „KOMPÁS, handbók um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk“, Námsgagnastofnun 2009, bls. 376 o.áfr.
16. Úr „A glossary of terms for education for democratic citizenship“, Karen O’Shea, Council of Europe, DGIV/EDU/CIT
(2003) 29.
1...,80,81,82,83,84,85,86,87,88,89 91,92,93,94,95,96,97,98,99,100,...212
Powered by FlippingBook